Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29372
Hér birtist lokaritgerð til BA-gráðu við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Þetta er heimildaritgerð og markmið hennar er að svara spurningunni hvernig fólksflutningar birtast í orðræðu alt-right hreyfingarinnar í Bandaríkjunum, hverjar forsendur þeirrar orðræðu eru og hvernig slík orðræða ýtir undir sundrungu í samfélaginu. Fyrst er fjallað um hugtakið verufræðilegt öryggi og tengingu þess við fólksflutninga. Þar á eftir er skoðað samband fólkflutninga og vaxandi þjóðernishyggju í heiminum og eru skoðaðir þrír tilteknir minnihlutahópar í Bandaríkjunum sem hafa átt undir högg að sækja undanfarið. Síðan eru skoðaðar mismunandi skilgreiningar á hugtökunum kynþáttur, þjóð og þjóðernishyggja og fjallað um samband þessara hugtaka við fólksflutninga. Í næsta kafla er orðræða alt-right hreyfingarinnar skoðuð í samhengi við fólksflutninga. Farið er yfir uppruna, hugmyndafræði og stefnumál hreyfingarinnar, þróun hennar í tengslum við kjör Donalds Trumps sem Bandaríkjaforseta ásamt ýmsum stefnumálum hans þegar kemur að innflytjendum. Í lok þess kafla er svo litið á atburði og afleiðingar Charlottesville mótmælanna í ágúst 2017. Orðræða alt-right varðandi fólksflutninga er síðan sett í samhengi við fræðilega umfjöllun í upphafi ritgerðar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerð Snorri Hjálmarsson Lokaútgáfa (3).pdf | 733.55 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
skemman yfirlýsing undirrituð.pdf | 228.87 kB | Lokaður | Yfirlýsing |