is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29373

Titill: 
 • Rekstrarkostnaður og eignir lífeyrissjóða
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða hlýtur bæði lof og gagnrýni úr samfélaginu og því
  áhugavert að skoða hvernig hann er hjá mismunandi lífeyrissjóðum. Til að fá góðan
  samanburð á milli lífeyrissjóða var ákveðið að skoða einnig eignir lífeyrissjóðanna og
  hlutfall rekstrarkostnaðar af þeim. Tíu íslenskir lífeyrissjóðir voru skoðaðir með tilliti til
  stærðar og rekstrarkostnaðar og hvort tenging væri á milli hlutfalls rekstrarkostnaðar
  við stærð lífeyrissjóðanna. Valdir voru sjóðir sem sýna fjölbreytni hvað varðar fjölda
  sjóðsfélaga og lífeyrisþega, heildareignir og hvernig eignastýringu þeirra er háttað. Í
  ritgerðinni er svo farið í gegnum uppsetningu lífeyriskerfisins, hvernig lagalegt umhverfi
  þess og fjármálamarkaðurinn hefur verið undanfarin ár. Þá er einnig skoðað hverjir
  helstu eignaflokkar lífeyrissjóða eru og hvernig eignastýringu þeirra er háttað. Í lokin er
  skoðað hlutfall rekstrarkostnaðar af eignum lífeyrissjóða og hvort tenging sé á milli þess
  og stærðar þeirra. Lokaorð innihalda svo hugleiðingar um hvort frekari sameining sé
  æskileg fyrir lífeyrissjóði til að ná fram frekari stærðarhagkvæmni. Vísbendingar eru um
  að stærðarhagkvæmni eigi við um lífeyrissjóði og virðist sem að stærri sjóðirnir
  hérlendis hafi lægra hlutfall rekstrarkostnaðar af eignum en þeir minni. Meðaltal þessa
  hlutfalls fyrir lífeyrissjóði hérlendis var mjög lágt í samanburði við önnur lönd og ætti því
  að virka sem hvatning fyrir lífeyrissjóði til að halda áfram að standa sig vel og gera betur.

Samþykkt: 
 • 9.1.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29373


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rekstrarkostnaður og eignir lífeyrissjóða.pdf823.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf413.45 kBLokaðurYfirlýsingPDF