is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29374

Titill: 
  • "Það væri bara frábært að vita hvað kom út úr því" Hagræðingaraðgerðir Reykjavíkurborgar í miðlægri stjórnsýslu og starfshópar tengdum þeim
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er leitast við að varpa ljósi á markmið, hlutverk og árangur af störfum starfshópa sem voru settir á laggirnar og skipaðir voru stjórnendum og starfsmönnum í tengslum við hagræðingaraðgerðir Reykjavíkurborgar sem hófust í lok árs 2015 og er ekki enn lokið. Starfshóparnir fengu það verkefni að leita tækifæra til hagræðingar og gera tillögur að breytingum. Markmið rannsóknarinnar er að greina hvaða aðferðum var beitt við skipulagningu verkefnisins og hvort niðurstöður hópastarfsins hafi skilað sér í væntri hagræðingu.
    Helstu niðurstöður eru þær að kynning á þörf og mikilvægi hagræðingaraðgerðanna hafi ekki verið gerð með sannfærandi hætti. Nokkuð skorti einnig á áætlun og stefnu um væntan árangur af starfi starfshópanna. Allir starfshópar sem rannsóknin tók til skiluðu af sér fjölda tillagna og viðmælendur voru ánægðir með niðurstöðu þeirra vinnu en vissu ekki hvað úr henni varð í framhaldi. Þeim hefur ekki verið kynnt niðurstaðan og til hvaða aðgerða verði gripið ef einhverra. Þá kom í ljós að þrátt fyrir mikið álag og tímaskort voru viðmælendur ánægðir með þátttökuna í starfshópunum en afmarka þarf betur verkefnið, áfangaskipta því og taka í styttri sprettum. Huga mætti að því að taka upp aðrar aðferðir við verkefni sem þetta.

Samþykkt: 
  • 9.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29374


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman yfirlysing.jpg382,12 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Það væri bara frábært að vita hvað kom út úr því KJ.pdf1,08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna