Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29375
Samfélög eyjalanda Kiribati og Tuvalu standa frammi fyrir ógn sem stafar af loftslagsbreytingum, meðal annars þeirri staðreynd að landsvæði þeirra sökkvi í sæ á komandi áratugum. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvernig samfélögin bregaðst við loftslagsbreytingunum og afleiðingum þeirra. Þó svo að Kiribati og Tuvalu standi frammi fyrir sömu ógninni þá eru viðbrögðin og aðlögunin ólík. Rýnt er í hvaða augum alþjóðasamfélagið lítur á Kiribati og Tuvalu út frá umræðum um loftslagsbreytingar og eru ímyndir þessara landa skoðaðar út frá því. Í ritgerðinni er stuðst við kenningar og hugtök um ímyndir, viðkvæma stöðu, seiglu, aðlögun og hreyfanleika. Þessi kenningarlegu hugtök eru borin saman við þær aðstæður sem íbúar Kiribati og Tuvalu standa frammi fyrir og skoðuð út frá viðbrögðum samfélaganna.
Í þessari ritgerð er skoðaður sögulegur bakgrunnur Kiribati og Tuvalu. Auk þess er farið yfir uppbyggingu samfélaga Kiribati og Tuvalu, ásamt trúarbrögðum og atvinnuháttum. Sögulegur bakgrunnur þessara eyjalanda, sem eitt sinn tilheyrðu sömu nýlendunni, sýnir að þau hafa bæði yfir gríðarlegri seiglu að ráða. Í gegnum aldirnar hafa þau ávallt staðið fast á sinni sannfæringu, hvort sem þau kljást við loftslagsbreytingar eða nýlenduherra. Það er sterkt í menningu beggja landa að standa saman sem einn hópur. Með þessari ritgerð vonast ég til að geta sýnt fram á hvaða áhrif orðræða alþjóðasamfélags getur haft á ímyndir þjóða sem standa frammi fyrir loftslagsbreytingum. Ljósi er varpað á mikilvægi þess að sjónarmið íbúa Kiribati og Tuvalu séu virt í aðlögunarferli landanna.
The island-communities of Kiribati and Tuvalu face a threat posed by climate change, including the fact that in the coming decades their territory is sinking. The purpose of this essay is to study how the communities respond to climate change and their effects. Even though Kiribati and Tuvalu face the same threat, their response to climate change and adaptation are different. The ways the international community see Kiribati and Tuvalu are examined in the light of the climate change debate and the identities of these countries are explored. The essay is based on theories and concepts of identity, vulnerability, resilience, adaptation and mobility. The conditions which Kiribati and Tuvalu inhabitants face are viewed in theoretical terms as well as how the communities react to climate change.
This essay examines the historical background of Kiribati and Tuvalu. Furthermore, the structure of Kiribati and Tuvalu communities are explored, as well as religious beliefs and employment. The historical background of these islands, which once belonged to the same colony, shows that they both have great resilience. Over the centuries, they have always stuck to their convictions, whether they are dealing with climate change or colonial rule. What defines the cultures of both countries is unity, standing together as one group. In the essay, I hope to be able to show how the the international community's discourses impact the identities of nations facing climate change. The importance of valuing the views of the inhabitants of Kiribati and Tuvalu is highlighted.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni.MargretRajaniDavidsdottir.pdf | 429,98 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
img171.pdf | 375,28 kB | Lokaður | Yfirlýsing |