is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29376

Titill: 
  • Sagan af „þriðja" heiminum: Sköpun ólíkra heima í gegnum orðræðu þróunarstofnana
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð mun skoða, frá mannfræðilegu sjónarhorni, hvernig „þriðji heimurinn” er skapaður í gegnum orðræðu þróunarstofnana og hvaða áhrif hún kann að hafa. Stuðst verður við kenningar fræðimannsins Edward Said um austurlandahyggju (e. Orientalism). Said taldi Austurlönd og hið austurlenska hafa verið skapað í gegnum ákveðna orðræðu Vesturlanda svo þau gætu viðhaldið ríkjandi völdum. Þessar hugmyndir hafa verið notaðar til að skoða orðræður Vesturlanda um þriðja heiminn. Hafa Arturo Escobar og James Ferguson, ásamt öðrum, notað þessa nálgun til að greina orðræðu þróunarsamvinnu. Mannfræði sem fræðigrein hefur verið sökuð um að skapa hið framandi í gegnum skrif sín og þar af leiðandi einnig að hafa tekið þátt í sköpun þriðja heimsins í gegnum ákveðna orðræðu. Sýnt verður hvernig mannfræðingum hefur tekist að nota hið gagnrýna sjónarhorn fræðanna, sem kom fram eftir að gagnrýni Said hafði áhrif á greinina, til að varpa ljósi á þróunarorðræðuna og áhrifin sem hún hefur. Síðast en ekki síst verður farið yfir orðræðu sjálfra þróunarstofnana og skoðaðar rannsóknir mannfræðinga sem sýna hinar klassísku birtingarmyndir þriðja heimsins á Vesturlöndum. Niðurstöður gefa meðal annars til kynna að konur og börn eru mun frekar notuð í kynningarefni þróunarstofnana sem þjónar markvissum tilgangi, fátækt og vandamál hins svokallaða þriðja heims eru iðulega tekin úr sögulegu og pólitísku samhengi og ýtt er undir þær hugmyndir í orðræðunni að það sé í höndum vestursins að bjarga þriðja heiminum. Í gegnum þessa ákveðnu orðræðu hefur Vesturlöndum tekist að réttlæta yfirráð sín yfir þriðja heiminum undir yfirskini þróunar sem endurspeglar að vissu leyti gamalt form nýlendustefnunnar.

Samþykkt: 
  • 10.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29376


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf413,27 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Asdis_Guttormsdottir_BA_ritgerð .pdf377,87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna