is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29377

Titill: 
 • Söfn, list sem meðferð og alzheimer
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið ritgerðarinnar er að kynna verkefnið Hittumst á Listasafninu, sem ætlað er skjólstæðingum með alzheimer og umönnunaraðilum þeirra og meta virkni heimsókna þess með svörum við spurningalistum sem lagðir voru fyrir þátttakendur til rannsókna á viðfangsefninu. Niðurstöður voru unnar úr úrtaki heimsókna á Listasafn Íslands sem áttu sér stað á fyrstu 17 mánuðum verkefnisins, á tímabilinu frá nóvember 2015 til júní 2017. Í heimsóknunum gegndu áhorf og umræður um valin listaverk lykilhlutverki sem verkfæri til að örva tilfinningar til framköllunar minninga hjá skjólstæðingunum, sem og til félagslegrar samveru og þar með til aukinnar vellíðanar allra þátttakenda.
  MOMA-safnið í New York hefur verið í fararbroddi við framkvæmd slíkra heimsókna með verkefni sínu Meet me at MOMA sem hefur virkað sem hvati og fyrirmynd að uppbyggingu svipaðra verkefna víða um heim. Íslenska verkefnið Hittumst á Listasafninu með heimsóknum sínum á Listasafn Íslands hóf göngu sína árið 2015 og byggist á hugmyndafræði þess fyrrnefnda, en sækir jafnframt fyrirmynd í framkvæmd sambærilegs verkefnis Proyecto alzhéimer MuBAM er samanstóð af heimsóknum á Fagurlistasafnið MuBAM í Murcia á Spáni.
  Um var að ræða bæði eigindlega rannsókn og megindlega og unnið var úr svörum þrenns konar spurningalista, þar af tveggja með svörum skjólstæðinganna. Niðurstöður gagnanna voru í samræmi við aðferðir, í formi tölfræði og persónulegra svara. Niðurstöðurnar sýndu almennt ánægju og jákvæðar upplifanir þátttakenda og geta gefið góðar vísbendingar um virkni verkefnisins sem meðferðarforms sem er þó ekki gallalaust með öllu.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this essay is to highlight the project Hittumst á Listasafninu and evaluate the results of surveys, conducted with Alzheimer‘s patients and their caregivers, in eight organized visits during the first 17 months of the project, i.e. from November 2015 to June 2017. In the above-mentioned visits, visual art plays a key role as a tool for stimulating emotions and memories, as well as for increasing the well-being of participants. Results that indicate positive experiences in both groups are used to evaluate project activities as a form of treatment.
  MoMA, The Museum of Modern Art in New York, has been at the forefront of conducting such visits with its project called Meet Me at MOMA, which has acted as a catalyst and model for building similar projects around the world. The Icelandic Project, founded at The National Gallery of Iceland in 2015, is based on the ideology of the MoMA´s project, as well as on comparable models, including visits to MuBAM, The Museum of Fine Arts in Murcia, Spain.
  Both qualitative and quantitative methods were used in this research, and results are presented on statistical form and by describing personal responses of survey participants. The results generally indicate that participants had a positive experienc and that the project was successful even though its form and set-up can be improved.

Samþykkt: 
 • 10.1.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29377


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing - Sigríður Örvarsdóttir.pdf408.83 kBLokaðurYfirlýsingPDF
SKEMMAN - MA RITGERÐ Sigríður Örvarsdóttir 2018.pdf4 MBOpinnPDFSkoða/Opna