Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29382
Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands.
Umfjöllunarefni rigerðarinnar er mikilvægi valdeflingar í starfi með jaðarhópum, þeim sem eru heimilislausir og/eða vímuefnasjúkir. Áhersla er lögð á hugmyndafræði um skaðaminnkandi nálgun. Fjallað er um skilgreiningar á vímuefnaröskun, vímuefnasýki, heimilisleysi og jaðarhópum. Áhersla er lögð á að svara rannsóknarspurningu ritgerðarinnar sem er „Hvers vegna er valdefling mikilvæg í starfi félagsráðgjafa með þeim sem eru heimilislausir og/eða vímuefnasjúkir? Niðurstöður sýna að valdefling er mikilvæg í starfi félagsráðgjafa með jaðarhópum þar sem heildarsýn félagsráðgjafa er grundvöllur þess að starfa með þeim sem eru heimilislausir og/eða vímuefnasjúkir. Margþættan vanda einstaklinga í jaðarhópum þarf að hafa í huga til að hægt sé að veita sveigjanlega, fjölþætta og einstaklingsmiðaða þjónstu þessum hópi. Því má draga þær ályktanir að til að valdefla jaðarhópa þarf að beita heildarsýn, þar sem áhrifaþættir úr æsku fólks eru skoðaðir, hvernig vanda fólk glímir við og hvernig fólk tekst á við líf sitt. Með því að nota skaðaminnkun sem hugmyndafræði tengda valdeflingu er hægt að aðstoða fólk við að sjá styrkleika sína og þann kraft sem það býr yfir til að ná fram breytingum á lífi sínu.
Lykilhugtök: valdefling, vímuefnaröskun, heimilisleysi, jaðarhópar, skaðaminnkun, félagsráðgjöf.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
RFG261L BA-Alma Rut Þorleifsdóttir. docx.pdf | 854.95 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 35.36 kB | Lokaður | Yfirlýsing |