en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/29385

Title: 
  • Title is in Icelandic Námsumhverfi framhaldsskólanema og námsgengi
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar að kanna forspárgildi skimunarprófsins Námsumhverfi framhaldsskólanema fyrir námsgengi nýnema sem hófu nám í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA) haustið 2015 með því að kanna tengsl þess við námsframvindu og viðveru nemendanna yfir þriggja anna tímabil. Hins vegar að bera saman niðurstöður prófsins fyrir nýnema VMA við niðurstöður annarra nýnema sem tóku þátt í könnuninni það haustið. Tilgangur skimunarprófsins er að greina þætti, eins og skuldbindingu til náms og skóla og stuðning í námsumhverfi nemenda, sem geta ýtt undir hættu á slöku námsgengi og brotthvarf frá námi. Þátttakendur voru 149 nýnemar fæddir árið 1999 sem innrituðust í VMA haustið 2015. Niðurstöður sýndu að við upphaf framhaldskólagöngunnar höfðu brotthvarfsnemendur mun fleiri áhættuþætti samkvæmt skimunarprófinu en þeir nemendur sem enn voru í skóla þremur önnum síðar. Auk þess kom fram að því fleiri sem áhættuþættirnir voru í byrjun námsins því færri einingum komu nemendurnir til með að ljúka og því minni var viðvera þeirra allar þrjár annirnar sem rannsóknin náði til. Þeir þættir prófsins sem sýndu mesta aðgreiningu á milli brotthvarfshópsins og annarra nemenda voru verri skólahegðun brotthvarfsnema í 10. bekk, meiri námserfiðleikar í grunnskóla, minni trú á eigin getu í námi, minni félagsleg skuldbinding í framhaldsskóla auk þess sem þeir töldu sig fá minni stuðning frá kennurum í framhaldsskóla og minni hvatningu til náms frá móður. Af niðurstöðunum má draga þá ályktun að skimunarprófið Námsumhverfi framhaldsskólanema gefi góða forspá um gengi nýnema fyrstu þrjár annirnar í framhaldsskóla. Jafnframt benda þær til þess að mikilvægt sé að vinna gegn brotthvarfshugsun nemenda á þessum þýðingarmiklu skólaskilum með því að styrkja skuldbindingu nemenda til náms og skóla og námsumhverfi þeirra.

  • The aim of this research is twofold. Firstly, to look into how well the screening test Students’ upper secondary school environment predicted school dropout in an upper secondary school in Northern Iceland as well as its relation to academic progress and school attendance. Secondly, to compared students of Akureyri Comprehensive College (abbr. VMA) with other students in Icelandic secondary schools that participated in the screening test that same autumn. The purpose of the screening test is to identify factors such as school engagement and school environment support, that can result in risk of poor academic performance and dropout. The 149 participants in the research were students born in 1999 and enrolled in VMA in August 2015. Results indicate that dropout students had more risk factors according to the screening test at the beginning of their secondary schooling than those students still at school three semesters later. Those factors that distinguished the most between those who dropped out and those still at school were more negative school behaviour among dropouts in the last grade of lower secondary school, more learning difficulties, lower academic self-efficacy and social engagement at upper secondary school. In addition, they claimed to have less support from teachers in upper secondary school and less academic support from their mothers. The dropout group had poorer school attendance and had completed fewer credits for graduation during the three semesters of the research. Overall, the results show that the screening test predicts well students’ achievement in secondary school. The results also further underline the importance of fighting dropout mentality during this very important transition phase from primary school to the secondary school level by strengthening students‘ school commitment.

Accepted: 
  • Jan 10, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29385


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Námsumhverfi lokaútgáfa.pdf1.28 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlýsing ÁSB fyrir Skemmuna.pdf51.2 kBLockedYfirlýsingPDF