is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29386

Titill: 
  • Kanada á alþjóðavettvangi: Sjálfsmynd, orðræða og mjúkt vald
  • Titill er á ensku Canada in the world: Identity, discourse and soft power
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er staða Kanada á alþjóðavettvangi til umfjöllunar. Staða ríkisins sem miðveldi í alþjóðakerfinu er skoðuð innan kenningaramma mótunarhyggju, mjúks valds og femínisma. Ritgerðin leggur áherslu á Justin Trudeau, núverandi forsætisráðherra Kanada, bakgrunn hans og kosningabaráttu, ásamt stefnum hans og orðræðu sem forsætisráðherra. Gert er grein fyrir þremur atriðum sem öll hafa áhrif á stöðu ríkisins á alþjóðavettvangi. Þau eru bág staða frumbyggjakvenna í landinu, óskýr umhverfisstefna ríkisins og einstaklega ólík framkoma Trudeau og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Tilvikin þrjú eru að lokum skoðuð í ljósi þeirra kenningana sem teknar voru fyrir, og þannig reynt að lýsa þeirri stöðu sem Kanada hefur í alþjóðasamfélaginu í dag. Kanadíska ríkið hefur náð að draga að sér ágætt áhrifavald í alþjóðasamfélaginu, aðallega með notkun orðræðu sinnar á alþjóðavettvangi. Áhrifavald ríkisins liggur á sviðum mannréttinda, viðhorfi ríkisins til alþjóðlegrar samvinnu og notkunar mjúks valds í utanríkisstefnu þess. Hins vegar eru mörg atriði sem þarf að bæta innan ríkisins, en orðræða Justin Trudeau bendir til þess að hann sé staðráðinn að bæta úr þessum skilyrðum sem fyrst.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis examines Canada’s status in the international system. Canada’s position as a middle power in the international system is evaluated through the lens of constructivism, soft power and feminism. The thesis focuses on Justin Trudeau, the current Prime Minister of Canada, his background and campaign, as well as his policies and discourse as Prime Minister. Three different cases will be presented, all of which have affected Canada’s status in the international system in some way. The cases are; the oppression of Indigenous women in Canada, the government’s vague environmental policy and the difference between Trudeau and US President Donald Trump. The three cases are evaluated on the basis of the above theories, providing an analysis of Canada’s status in the international system. The Canadian government has been able to gain a great deal of influence within the international system, mainly with its use of discourse regarding human rights, the government’s approach to international cooperation and its use of soft power in their foreign policy. Some problems still exist in Canada, but Justin Trudeau’s discourse suggests that he is determined to improve these conditions as soon as possible.

Samþykkt: 
  • 10.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29386


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karen Margrét BA.pdf841.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman eyðublað BA.pdf93.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF