Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29389
Tilgangur þessarar ritgerðar er að beina ljósi á þær breytingar í öryggisaðstæðum Japans sem varða aukið hervald Kína, ásamt því að líta á viðbrögð Japans við þeim. Litið er á þá uppbyggingu og nútímavæðingu á herafla sínum, sem Kína hefur staðið í undanfarna áratugi. Enn fremur er litið á deilu Japans og Kína um Senkaku/Diaoyu eyjarnar í Austur-Kínahafi og nærliggjandi hafsvæði og hvernig sú deila hefur þróast og magnast á síðustu árum. Þá er litið á hvernig öryggisafstaða Japans hefur þróast á síðustu árum og er þar endur-túlkun stjórnarskrárinnar og efling hernaðarbandalagsins við Bandaríkin tekin fyrir. Til þess að gera grein fyrir áhrifum þessara atriða á öryggi Japans er notast við kenningar nýraunhyggju á borð við sóknar-varnar jafnvægið og ógnarjafnvægið. Ályktað er að aukið vald og ágengni Kína rýrir öryggi Japans og enn fremur að viðbrögð Japans hafi verið takmarkaðri en búast mætti við samkvæmt nýraunhyggju. Til þess að varpa ljósi á ástæðu þess, er litið til kenninga mótunarhyggju um sjálfsmyndir og viðmið. Þá er enn fremur færð rök fyrir því að afturhald í viðbrögðum Japans megi útskýra að miklu leiti með vísun í útbreidda andhernaðarhyggju innan Japans.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Japan á tímum vaxandi Kínaveldis .pdf | 720.04 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman yfirlýsing - undirskrifað 2.pdf | 569.22 kB | Lokaður | Yfirlýsing |