is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2939

Titill: 
  • Fæðingarsögur og reynsla norðlenskra kvenna af barnsfæðingu fjarri heimili, samfélagi og fjölskyldu
Útdráttur: 
  • Þjónusta á landsbyggðinni hefur dregist saman hér á landi sem erlendis og hafa þar öryggis- og hagræðingarsjónarmið legið til grundvallar. Fæðingarstöðum hefur fækkað og þurfa konur að ferðast miklar vegalengdir og jafnvel að flytja að heiman í einhvern tíma fyrir fæðingu. Veldur þetta oft miklu raski á fjölskyldulífinu. Verkefni þetta er hluti af stærri rannsókn um þetta efni á Íslandi og er framhald af lokaverkefni Jónínu Salnýjar Guðmundsdóttur í ljósmóðurfræði árið 2007. Þar voru tekin viðtöl við konur á Austurlandi. Tilgangur rannsóknarinnar er að varpa ljósi á reynslu kvenna í dreifbýli á Íslandi af að fæða barn fjarri heimabyggð, með það fyrir augum að bæta barneignarþjónustu. Notast var við eigindlegar aðferðir miðað við mannfræðileg gildi og voru gögn greind með frásagnargreiningu. Þýðið voru konur sem höfðu fætt barn fjarri heimabyggð á Norðurlandi á síðustu 18 mánuðum áður en rannsóknin var gerð. Úrtak var þæginda- og markmiðsúrtak fundið með snjóboltaaðferð og viðtöl voru tekin við sex konur.
    Greind voru átta meginþemu ásamt fjölda undirþema. Vísa þau til undirbúnings kvennanna fyrir fæðingu sem var viðamikill og mismunandi eftir því hversu nálægt fæðingarstaður var. Umönnun og stuðning fengu konurnar helst frá nærfjölskyldu, ljósmóður og lækni. Öryggi í fæðingu tengdist helst viðveru nærfjölskyldu. Fæðingarstaður var talinn öruggur væri hátækni til staðar með reyndu og hæfu starfsfólki sem og að samgöngur væru góðar til og frá fæðingarstað. Ferðuðust konurnar bæði á eigin vegum og með sjúkraflutningi. Tillögur að bættri þjónustu felast í að bæta samskipti og upplýsingaflæði milli fagfólks, tryggja fræðslu um hvað sé í boði og hugmyndum um hvernig best megi standa að ferðalagi á fæðingarstað og þjónustu þar s.s. með því að fjölga minni fæðingarstöðum, bæta samgöngur að stærri fæðingarstöðum og að bjóða upp á heimafæðingar og heimaþjónustu í heimabyggð.

Samþykkt: 
  • 2.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2939


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ingasigridurarnadottirljosmodurfraedi2009_fixed.pdf2.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna