is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29394

Titill: 
  • Að leggja listinni lið. Tvískinnungur Íslendinga til lista
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Íslendingar hafa löngum litið á sig sem mikla menningarþjóð og teljum við að hér fái blómlegt menningarlíf að njóta sín. Í raun stærum við okkur gjarna af því hversu mikil menningargróska sé hér miðað við fámenni þjóðarinnar. Þrátt fyrir stolt Íslendinga af menningu sinni virðast listamenn ekki fá þann stuðning sem þeir þurfa á að halda til að geta starfað sem slíkir. Þar að auki virðast Íslendingar ekki bera virðingu fyrir starfi listamanna eða hönnuða og þykir það ekki vera tiltökumál að apa eftir vinnu annara. Viðhorf Íslendinga til listamannalauna og styrkveitinga er einnig neikvætt, en viðhorfið virðist vera annað ef hægt er að sýna fram á fjárhagslegan ávinning menningar eða þá hvernig hægt sé að nýta starf listamanna til ímyndarsköpunar, bæði fyrir land og þjóð sem og fyrirtæki. Farið verður yfir hugtök eins og list og virði, hvernig þau fléttast saman og hvernig nýfrjálshyggjan hefur haft áhrif á listheiminn. Listasaga verður skoðuð með það í huga að greina list frá því sem ekki er hægt að flokka sem list og hvar munurinn liggur, sem og íslensk listasaga og frumleiki lista (e. authenticity). Einnig verður litið yfir menningarviðburði sem haldnir hafa verið, bæði hér á landi og á erlendri grundu, í þeim tilgangi að kynna íslenska list fyrir erlendu fólki til að styrkja ímynd Íslands í atvinnulífinu og til að trekkja að ferðamenn. Markmið mitt er að reyna að varpa ljósi á þennan tvískinnung Íslendinga: að vilja búa í mennningarríku samfélagi en á finnast það miður að þurfa að styðja við bak listamanna.

Samþykkt: 
  • 10.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29394


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ba.pdf42.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Guðrún Gígja Georgsdóttir .pdf368.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna