Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29398
Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA- gráðu í mannfræði við Háskóla Íslands. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að skoða kenningu franska heimspekingsins Michel Foucault sem hefur verið þýdd sem lífvald (biopower). Kenningar um lífvald hafa náð mikilli frægð en hugtakið kom fyrst fram árið 1976. Margir kannast við hugtakið vegna myndlíkingar þess við Panopticon fangelsið, sem var ákveðin hugmynd af fangelsi og út frá því þróaðar kenningar um alsæið eða alsæishyggju. Kenningarnar um alsæið í valdinu heimfæra myndavélar fangelsis og hlutverk öryggisvarða yfir á yfirvaldið og áhrifin á þegna í nútímasamfélagi. Valdið er tengt stofnanamenningu, pólitík, heilbrigðiskerfi, skólakerfi, áhættuþáttum, almennri stýringu á fólksfjölgun og kynlífshegðun svo eitthvað sé nefnt. Valdið hefur bein og óbein áhrif á einstaklinga og er undir áhrifum félagslegrar formgerðar sem birtist í innviðum samfélagsins í gegnum ríkjandi orðræðu. Í ritgerðinni er markmiðið að rýna í hversu vítt hugtakið lífvald er og spegla hið ósýnilega vald í almennum þáttum samfélagsins út frá kenningarlegri umfjöllun. Mannfræðingar hafa rýnt í valdahugtakið með tilliti til kenninga um lífvald og bæði þróað það áfram sem og gagnrýnt hugtakið. Lífvaldið sem hugtak er okkur mjög framandi en kunnuglegt fyrirbæri sem getur hjálpað fólki að sjá lífpólitíkina sem býr í samfélagsgerðinni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Guðný Klara.pdf | 460.84 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Gimli_20180110_154554.pdf | 22.63 kB | Lokaður | Yfirlýsing |