is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29403

Titill: 
  • Vinnustaðamenning skrifstofu Alþingis
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hugtakið vinnustaðamenning lýsir því samfélagi sem skapast á vinnustað og regluverkinu sem mótar samskipti starfsmanna og stjórnenda. Þannig hefur stjórnun og skipulag mikil áhrif á mótun hverrar vinnustaðamenningar sem hefur bæði áhrif á hegðun og frammistöðu starfsmanna og heildarárangur skipulagsheilda. Því er vert að huga vel að mótun hennar og hæfni til að bregðast við áskorunum í starfsumhverfinu. Tilgangur og markmið rannsóknar er að meta styrkleika og veikleika vinnustaðamenningar skrifstofu Alþingis. Jafnframt að meta hvort mælanlegur munur greindist á viðhorfi starfsmanna eftir mannaforráðum, lífaldri, starfsaldri eða skipulagseiningum. Spurningalisti sem byggður er á mælitæki Denisons (DOCS) var lagður fyrir alla starfsmenn í janúar 2017 og var svarhlutfallið 73,5%. Spurningalistinn, sem samanstendur af 60 spurningum, mælir viðhorf til fjögurra menningarvídda: hlutverks, samræmis/stöðugleika, þátttöku/aðildar og aðlögunarhæfni. Skrifstofa Alþingis er viðfangsefni þessarar rannsóknar en hún er sú þjónustustofnun sem sinnir daglegri þjónustu fyrir löggjafarþingið, forseta þingsins og skrifstofustjóra. Skrifstofa Alþingis er vinnustaður opinberra ríkisstarfsmanna til aðgreiningar frá löggjafarsamkomunni sem er vinnustaður þjóðkjörinna fulltrúa og þeirra pólitísku aðstoðarmanna. Saga Alþingis er löng og þrátt fyrir að skrifstofa Alþingis eigi sér skemmri sögu byggir hún á sama grunni og sambærilegri menningu. Alþingi er í eðli sínu íhaldssöm og formföst stofnun sem rík er af hefðum og gömlum gildum. Saga hennar og uppruni hefur því haft sterk áhrif á þá vinnustaðamenningu sem skapast hefur á skrifstofu Alþingis.

Samþykkt: 
  • 12.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29403


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðauki.pdf175.11 kBLokaður til...28.02.2023ViðaukiPDF
Vinnustaðamenning skrifstofu Alþingis.pdf2.98 MBLokaður til...28.02.2023HeildartextiPDF
Yfirlýsing fyrir skemmu.pdf207.36 kBLokaðurYfirlýsingPDF

Athugsemd: Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í fimm ár.