is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29405

Titill: 
 • Rannsóknir á kvendýrlingum á Íslandi á kaþólskum tíma og íslensku handritunum AM 429 12mo, AM 433 c 12mo, AM 232 for, og AM 655 II 4to
Skilað: 
 • Janúar 2018
Útdráttur: 
 • Íslendingar snérust opinberlega til kristni árið 1000 og tengdust þá hinni rómversk- kaþólsku kirkju og evrópskri menningu. Ný lífssýn ruddi sér til rúms í landinu og því fylgdi nýr hugsunarháttur sem litaði líf almennings. Íslendingar urðu fyrst kunnugir dýrlingunum (e. saints), ímynd þeirra og þjóðsögum í gegnum erlenda trúboða sem báru Íslendingum fyrirmæli um hina nýju trú. Markmið þessarar ritgerðar eru rannsóknir á lífi kvendýrlinga sem vegsamaðir voru á Íslandi í kaþólskum sið, fórnum þeirra og píslum. Þá er einnig markmiðið að rannsaka líf og starf hinna heilögu sem höfðu það eitt að leiðarljósi að feta í fótspor Jesú og hjálpa þeim nauðstöddu.
  Forsaga dýrlinganna sem ritgerðin fjallar um á sögulegar rætur í stofnun kirkjunnar sem hófst á 11. öld á Íslandi þegar Ísleifur Gizurarson (1006-80) varð fyrstur vígður til biskups árið 1056. Síðar undir stjórn sonar hans Gissurar Ísleifssonar, Jóns Ögmundssonar og þeirra eftirmanna og kvenna var kristni rótfest á Íslandi og varð kirkjan öflug alþjóðleg stofnun. Það var því fyrir kirkjuna sem var vígð og tileinkuð Guði eða Kristi að dýrlingar voru þekktir hér á landi. Flestar kirkjur völdu sér einn dýrling og var María mey móðir Jesú sú sem flestar kirkjur völdu sér. María er ein helsta kvenpersónan sem hefur verið vegsömuð í gegnum aldirnar og í allri heimssögunni en næst vinsælasti dýrlingurinn var síðan heilagi Pétur. Þá voru messudagar í kirkjum nefndir helstu kvendýrlingum á Íslandi sem voru í hávegum hafðir en fyrir utan Maríu mey voru það: heilög Dórotea, heilög Barbara, heilög Margrét og heilög Cecilía. Messudagar kvendýrlinga sýna hve sterk áherslan var á dýrkun þeirra og hve áhrif þeirra var mikil á Íslandi á kaþólskum tíma. Frásögur af þeim eru nú varðveittar í mjög einstökum íslenskum handritum merktum AM 429 12mo, AM 433 c 12mo, AM 232 for, og AM 655 II 4to, í stofnun Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn og eru til nánari umfjöllunar í ritgerðinni.
  Þá eru einnig til frásögu mjög trúræknar íslenskar konur sem með einsetulífi sínu, meinlætalífi og fórnfýsi helguðu líf sitt öðrum manneskjum og gerðust sumar af þeim nunnur. Störfuðu þær meðal annars í klaustrunum á Íslandi og sinntu störfum sem snéru að þeim sem verst stóðu í samfélaginu og þeim sjúku. Fyrsta nunnuklaustrið var stofnað árið 1186 á Kirkjubæjarklaustri og voru þá mörg slík klaustur víða um Evrópu. Fyrirmyndirnar komu úr páfagarði í Róm með trúarritum kirkjunnar, sögum af kraftaverkum helgra manneskja, í gegnum klausturskóla eða með boði biskupa. Klaustrin voru rekin bæði sem sjúkrastofnanir og skólar, og hefur fornleifauppgröftur og rannsóknir á fornminjum, fornum textum og munum opinberað og stutt enn frekar við þá fullyrðingu.
  Hið einstaka líf kvendýrlinganna og vegsömun á Íslandi er megin rannsóknarefni ritgerðarinnar. Einnig er kannað hvað það er í hinu mannlega eðli sem gerir það að verkum að sumar manneskjur þrá það eitt að fórna sér til að þjóna náunganum til hins ýtrasta, og hinum verst stöddu í heiminum.

 • Útdráttur er á ensku

  Icelanders became officially Christian in the year 1000 and were associated with the Roman Catholic Church and European culture. A new vision of life evolved in the country, thus following a new way of thinking that sparkled the lives of the public. Icelanders first became acquainted with the saints, their images and passages through a foreign missionary who instructed Icelanders to the new faith. The purpose of this essay is to investigate the lives of saints who were praised in Iceland in the Catholic customs, their sacrifices and passion. Additionally, the purpose is to explore the lives and practices of the saints who sacrificed their lives for the benefit of their fellow citizens in the present time.
  The story of the saints is based on the background of these historical roots in the establishment of the Church, which began in the 11th century in Iceland when Ísleifur Gizurarson (1005-80) became the first ordained bishop in 1056. Then, under the control of his son Gissur Ísleifsson, Jón Ögmundarson and their followers, Christianity became rooted in Iceland and became a church of powerful international organization. It was therefore, for the Church, who was consecrated and dedicated to God or Christ, that saints were known in this country. Most churches chose one saint, and it was the Virgin Mary mother of Jesus that most churches chose. Mary is one of the main characters in the world who has been glorified over the centuries and throughout the world, but the second most popular saint was Saint Peter. Then there were masses named after the main women saints in Iceland who were in high places, and apart from the Virgin Mary, they are: holy Dorothy, holy Barbara, holy Margareth, and holy Cecilia. The mass days named after the saints show how strong their emphasis was on their worship and the influence of Catholicism in Iceland. Their stories are now preserved in very unique ancient Icelandic manuscripts marked AM 429 12mo, AM 433 c 12mo, AM 232 for, and AM 655 II 4to, in the establishment of Árni Magnússon in Copenhagen Denmark, and are discussed in more detail in the essay.
  There are also interesting stories of very faithful Icelandic women (like Hildur) who, with their recluse life and sacrifice, sanctified their lives to God, and some of them became nuns. Among other things, they worked in the monasteries in Iceland and worked with those who had the worst in society and those who were ill. The first nun convent was founded in 1186 at Kirkjubæjarklaustur and there were many such monasteries across Europe. The models came from the Vatican in Rome, with religious texts of the Church, stories of miracles of holy persons through the monastery school or the bishops authority. The monasteries were operated as both medical institutions and schools but archaeological studies have revealed and further supported that statement.
  The main goal of this essay is to investigate the special lives of the saints and their glorification in Iceland as well as human nature, and the question regarding what makes certain people offer their lives completely to the benefit of their fellow neighbour and the sick ones in the world.

Samþykkt: 
 • 12.1.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29405


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð, Kvendýrlingar á Íslandi, Sóley Herborg Skúladóttir (12.01.2018).pdf649.42 kBLokaður til...24.01.2028HeildartextiPDF
MA ritgerdir_titildida_11. 01.01.18.SóleyHerborgSkúladóttir.pdf31.69 kBLokaður til...24.01.2028TitilsíðaPDF
IMG_7397.jpg1.06 MBLokaðurYfirlýsingJPEG
MA ritgerð, sniðmát kápa, 11.01.18.SóleyHerborgSkúladóttir.pdf163.2 kBLokaður til...24.01.2028TitilsíðaPDF