is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29409

Titill: 
  • Þættir sem stuðla að jákvæðri námsframvindu hjá fyrrum brotthvarfsnemendum á framhaldsskólastigi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Markmið rannsóknarinnar var að öðlast skilning á þeim þáttum sem stuðla að jákvæðri námsframvindu hjá fyrrum brotthvarfsnemendum sem stunda nám á háskólabrú Keilis, þar sem unnt er að ljúka ígildi stúdentsprófs á innan við ári. Dregið er fram hvað viðmælendur töldu hafa stuðlað að betri námsframvindu þeirra í Keili en reyndin var í fyrra námi. Rannsóknin var unnin eftir eigindlegri aðferð þar sem tekin voru viðtöl við sex nemendur í staðnámi háskólabrúar Keilis. Niðurstöður voru þær að námsfyrirkomulag sem er sveigjanlegt og mætir ólíkum þörfum nemenda bætir námsframvindu. Nemendur fengu sinn helsta stuðning og hvatningu frá samnemendum, kennurum og náms- og starfsráðgjöfum. Samvinna milli nemenda og hópastarf stuðlaði að stuðningi þeirra á milli og jafningjafræðslu sem flestir töldu eiga þátt í jákvæðri námsframvindu sinni. Þeir öðluðust við það trú á eigin getu sem auðveldaði þeim að bæta námsárangur þrátt fyrir námsvanda eða aðra erfiðleika sem höfðu verið þeim hindrun í fyrra námi. Vonast er til að niðurstöðurnar geti veitt náms- og starfsráðgjöfum innsýn í þá samverkandi þætti sem styðja við nám og ýta undir jákvæða námsframvindu hjá nemendum á framhaldsskólastigi.

Samþykkt: 
  • 15.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29409


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-Ritgerð.pdf843.98 kBLokaður til...07.03.2043HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing_16.pdf56.5 kBLokaðurPDF