is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29410

Titill: 
  • Podcast - gúgla - bebis - sorry. En kvantitativ undersøgelse af moderne importord i Norden
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fjallar um nútíma tökuorð í dönsku, íslensku, norsku og sænsku ritmáli. Rannsóknin er byggð á fréttagreinum frá heimasíðum DR, RUV, NRK og SVT frá byrjun janúar 2017. Markmiðið er að kanna umfang nútíma tökuorða í viðkomandi ritmálum til að öðlast betri skilning á hvernig ritmálin hafa þróast með tilliti til tökuorða eftir árið 1945. Önnur markmið rannsóknarinnar eru að bera saman tökuorð í textum sem skipt er í fjögur mismunandi þemu og skoða samlíkingar og mismun á milli tökuorða og þema. Einnig að bera niðurstöðurnar saman við málstefnur Norðurlandanna og MIN-verkefnið.
    Niðurstöður þessarar rannsóknar veita góða mynd af notkun nútíma tökuorða í fréttagreinunum. Niðurstöðurnar reynast ekki frábrugðnar niðurstöðum fyrri rannsókna á þessu sviði. Aftur á móti er erfitt að bera niðurstöður þessa rannsóknar saman við aðrar rannsóknir þar sem aðferðafræðin sem þessi rannsókn byggir á er að sumu leyti frábrugðin aðferðafræði hinna rannsóknanna. Borið saman við fyrrgerðar megindlegar rannsóknir um nútíma tökuorð í norrænum málum nær þessi rannsókn yfir töluvert minna umfang og er því ekki jafn nákvæm og fyrri rannsóknir.
    Líkt og rannsóknin gefur til kynna hafa málstefnurnar margvísleg áhrif á ritmálin í fyrrnefndum fréttamiðlum bæði með því að einblína á notkun vandaðs og skýrs ritmáls og sömuleiðis innihalda þær ákveðna hreintungustefnu og reglur um áhrif annarra tungumála. Þá hvetja málstefnurnar einnig til varðveislu tungumála og þróun samvinnu innan Norðurlandanna á sviðum tungumála.

Samþykkt: 
  • 15.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29410


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mar_Vidarsson_speciale.pdf1.94 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Már Viðarsson.pdf890.34 kBLokaðurYfirlýsing um meðferð verkefnisinsPDF