is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29416

Titill: 
  • „Maður verður bara svona aftursætisbílstjóri í eigin harmleik" Upplifun og reynsla foreldra barna sem hafa verið þolendur eineltis
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kynnast upplifun og reynslu foreldra barna sem hafa verið þolendur eineltis í grunnskóla. Áhersla var lögð á að skoða reynslu foreldranna af samskiptum sínum við kennara og aðra starfsmenn skóla barna sinna sem og upplifun þeirra af Olweusaráætluninni gegn einelti. Tekin voru sex hálfopin viðtöl við átta foreldra. Niðurstöður benda til þess að upplifun og reynsla foreldra þegar börn þeirra eru þolendur eineltis sé erfið og tilfinningaþrungin. Foreldrarnir efast um sjálfa sig, upplifa mikla reiði, bjargleysi og vantraust. Sömuleiðis eiga þeir í erfiðum samskiptum við kennara og skólastjórnendur. Foreldrum finnst þeir og þeirra vandi ekki skipta neinu máli og upplifa það að skólinn bregðist ekki við eineltinu og lítið sé aðhafst vegna þess. Þeir treysta ekki skólanum fyrir börnum sínum og finnst kerfið hafa brugðist. Upplifun foreldra af Olweusaráætluninni er ekki góð. Foreldrarnir fengu ekki að kynnast áætluninni né taka þátt í vinnu út frá henni á neinn hátt. Niðurstöðurnar benda til þess að mikilvægt sé að rannsaka betur samskipti foreldra og kennara í tengslum við einelti og viðbrögð skóla við því. Þær benda einnig til þess að það sé þarft að skoða betur og fylgjast betur með hvernig einstakir skólar vinna út frá eineltisáætlun og hversu vel henni er fylgt eftir og þá sérstaklega þeim hluta sem snýr að aðkomu foreldra og samskiptum og samvinnu við þá.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study was to explore the experiences of parents whose children have been subjected to bullying in primary school. The focus is on how the parents experience interactions with teachers and school staff in their children‘s schools and their experience of the implementation of the Olweus Bullying Prevention Program. six open-ended interviews with eight parents were conducted. The conclusions of the study suggest that when their children are victims of bullying, the parents‘experiences are difficult and emotionally straining. The parents doubt their own parenting skills, experience great anger, helplessness and distrust. Their interaction with teachers and principals is likewise strenuous. The parents feel that neither their concerns nor complaints are heard. Additionally, they feel that the school doesn‘t take active measures in the case of complaints about bullying of their children. As a result they did not trust the school for their children and feel that the system has let them down. Similarly the parents’experience of the Olweus Bullying Prevention Program is not positive. The program was not introduced to the parents nor were they allowed to participate in any kind of work in connection with it. The conclusions point to the importance of further examining the interactions between parents and teachers regarding bullying and schools‘reaction to it. Furthermore, they suggest the need to examine in more detail how individual schools use a bullying prevention plan and how well they follow it up, particularly the part concerning parents‘ involvement and cooperation between parents and school staff.

Samþykkt: 
  • 15.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29416


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysingummedferdlokaverkefna.pdf289,84 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Johann Adalsteinn Arnason-MA.pdf1,08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna