is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29417

Titill: 
  • Kynjaður veruleiki og væntingar til starfa. Þróun kynjamunar í starfsáhuga, draumastörfum og starfsreynslu á ungdómsárum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Markmið þessarar rannsóknar er að kanna stöðu og þróun kynjamunar við starfsval. Þessi rannsókn er fyrsta skrefið hérlendis til að kortleggja þróun áhuga og væntinga ásamt náms- og starfsvali á ungdómsárunum hjá konum og körlum. Rannsóknin byggir á langtímagögnum þar sem þátttakendum var fylgt eftir frá 2006, þegar þau voru 15–16 ára, til 2017. Í ferlinu var starfsáhugi þeirra metinn og draumastörf þeirra tilgreind auk náms þeirra og starfa. Niðurstöðurnar benda til þess að kyn hafi mikil áhrif á starfsval. Allnokkur kynjamunur kom í ljós hvað varðar áhuga, væntingar og hegðun einstaklinga. Mikill munur var á kynjunum þegar kom að áhuga á handverks- og félagssviði og einnig reyndist nokkur munur á vísinda- og skipulagssviði. Almennt er tilhneiging til að kynjamunur minnki með árunum. Kynjamunurinn er nokkuð stöðugur milli úrtaka og mælinga og mjög sambærilegur því sem fram hefur komið í öðrum rannsóknum á kynjamun. Svipuð mynd blasir við þegar kynjun draumastarfa er skoðuð en þar er kynjamunur allnokkur og virðist hafa tilhneigingu til að dragast saman með hækkandi aldri. Strákar hafa almennt tilhneigingu til að hafa meira kynjaðar hugmyndir um draumastörf heldur en stelpur og velja sér einnig kynjaðri störf úti á vinnumarkaðnum. Niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi markvissrar náms- og starfsfræðslu frá upphafi skólagöngunnar sem tekur mið af jafnréttissjónarmiðum. Huga þarf að því að gefa strákum og stelpum tækifæri til að þróa áhuga á öllum sviðum og fara óhefðbundnar leiðir í náms- og starfsvali frekar en að fylgja kynjuðum væntingum.

  • The aim of this study is to test the longitudinal changes in gendered vocational development through emerging adulthood. This study is the first step in Iceland to map the development of gender differences in vocational interests, aspirations, educational choice and occupations. The study is based on the longitudinal data of youngster whose interests, dream job, educational choice and vocational attainment has been tracked since 2006 when they were 15-16 years old. Results indicate that gender has a major impact on career choices. Gender differences are substantive in vocational interests, aspirations and attainment. The males tend to have more realistic interests and the female social interests, and there were also differences in investigate and conventional interest. Generally there is a tendency for gender differences in interest to decrease over the age 15-24. The difference is quite stable between samples and measurements very similar to what has been observed in other studies on gender differences. Gender differences in aspirations are several and seem to decrease with rising ages. Boys have a tendency to be more gendered in ideas of dream jobs as well as outside the labor market. This underlines the importance of targeted career education from the beginning of school which takes into account gender equality considerations. It is important to encourage boys and girls to follow their interests and to pursue non-traditional ways of study and career rather than to follow gender expectations.

Samþykkt: 
  • 15.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29417


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gréta Björk Guðráðsdóttir.pdf1.99 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
SCN_0006.pdf1.63 MBLokaðurFylgiskjölPDF