Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29418
Greinargerð þessi er annar hluti lokaverkefnis í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Hinn hlutinn er fjögur tölublöð Sportveiðiblaðsins sem var endurskapað í tilefni af þrjátíu ára afmælisútgáfuári tímaritsins.
Greinargerðin lýsir því ferli sem fylgir endursköpun Sportveiðiblaðsins og þeim vandkvæðum sem fylgja því að breyta útgáfu tímarits í rótgrónu karlaumhverfi. Fjallað verður um hugmyndir sem stuðst var við og aðstæður sem urðu til í ferlinu. Eins verður rýnt í það markaðsumhverfi sem blasir við í útgáfu smærri tímarita og hindranirnar sem þarf að yfirstíga.
Sagt verður frá tilraunum þeim sem gerðar voru til að reyna að breikka markhópinn og auka hlut kvenna og fjölskyldufólks í blaðinu. Ég velti fyrir mér kynjaímyndum í gegnum tíðina, hlutverki konunnar og karlmannsins, þá sérstaklega tengt veiðimenningu í fortíð og nútíð. Vinna var lögð í að greina markhópana í þrjá flokka og skipuleggja efnistök þannig að þau höfðuðu ríkulega til þeirra hópa sem Sportveiðiblaðið vildi leggja mesta áherslu á og reyna á þann hátt að fjölga lesendum tímaritsins. Eins verður farið yfir þá þætti sem var breytt í þeim tilgangi að birta jákvæða og ábyrga mynd af veiðimönnum og á þann hátt að gera tímaritið að góðri fyrirmynd veiðimanna. Farið verður í þær breytingar sem gerðar voru á blaðinu útlitslega og efnislega, hugsunina á bak við þær og dæmi þeim tengd skoðuð.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Maja lokaritgerd OK.pdf | 7.5 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skönnuð yfirlýsing.jpg | 414.84 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |