is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29426

Titill: 
  • Próffræðileg athugun á VISA og starfstengd sjálfsmynd íslenskra ungmenna
  • Titill er á ensku VISA a measure of vocational identity: Psychometric quality and vocational identity status of students in Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að þýða og meta próffræðilega eiginleika mælitækis Porfelis og félaga (2011) sem metur stöðu starfstengdrar sjálfsmyndar (e. vocational identity status assessment, VISA). Mælitækið er samsett úr 30 atriðum sem eiga að endurspegla þrjár sjálfstæðar og óháðar meginvíddir, skuldbindingu, könnun og enduskoðun sem hverri um sig er skipt í tvo undirkvarða. VISA samanstendur af sex kvörðum. Atriðin voru þýdd og lögð fyrir 195 útskriftarnema úr fjórum framhaldsskólum. Við réttmætisathuganirnar var fyrst gerð leitandi þáttagreining til að sjá hvort atriðin mynduðu þrjár víddir eins og kenningarlegi grunnurinn gerir ráð fyrir. Síðan voru gæði undirkvarðanna sex metin með atriða- og áreiðanleikagreiningu. Að lokum voru gerðar tvær klasagreiningar fyrst leitandi til að kanna hvort atriðin féllu að kenningarlega grunninum og síðan staðfestandi byggð á niðurstöðum erlendra rannsókna til að skipa þátttakendum í sex starfsmyndarstöður sem VISA er þróað til að meta. Niðurstöður sýndu ekki nákvæmlega sömu eiginleika og hið upprunalega mælitæki. Atriðin féllu eins og búist var við að öllum kvörðum nema á endurskoðun. Þau atriði, sem hönnuð voru til að mæla sveigjanleika, hlóðust með skuldbindingaaratriðum. Þess vegna komu fram tvær skýrar meginvíddir, skuldbinding til starfsferils og könnun en ekki þrjár. Klasagreiningarnar tvær gáfu til kynna að starfstengd sjálfsmyndastaða íslenskra framhaldsskólanema er að flestu leyti sambærileg fyrri rannsóknum sem hafa verið gerðar með svipuðu sniði í Bandaríkjunum (2011) og í Frakklandi (2017).

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to translate and test the psychometric quality of the vocational identity status assessment (VISA) which was developed by Porfeli, et al., (2011). The VISA is composed of 30 items that reflect three independent dimensions of vocational identity e.g. commitment, career reconsider, exploration each of which is reflected by two scales. Visa consists of six separate scales. The items were translated into Icelandic and administered to a sample of 195 secondary school students in their last year of study. First to test the cross-cultural validity of the measure exploratory factor analysis was conducted. Second item analysis was conducted to test the quality of the six scales and Cronbach´s alpha calculated. Finally, a two-type cluster analysis was carried explorative to test if the items form theoretically founded cluster and based on parameters derived in US studies to assign the participant into six vocational statuses the measure is designed to capture. The results did not show exactly the same characteristics as the original measurement. The factor analysis did support two dimensions but not the third, reconsideration, clearly. The confirmatory cluster analyses indicated that the vocational identity status of the Icelandic upper secondary students is comparable to previous studies conducted in the United States (2011) and in France (2017).

Samþykkt: 
  • 16.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29426


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing_pdf.pdf2.13 MBLokaðurYfirlýsingPDF
Laufey Kristjánsdóttir-nytt.pdf1.6 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna