is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29427

Titill: 
  • Matskvarði fyrir samkennd íslenskra barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samkennd er getan til að lifa sig inn í og skilja tilfinningar annarrar manneskju. Tilgangur þessarar rannsóknar var að atriðagreina spurningalista sem lagður var fyrir foreldra barna í fyrsta til sjöunda bekk grunnskóla. Listanum var ætlað að meta samkennd barna út frá kenningum um tveggja þátta líkan um samkennd. Þessir þættir, Innlifun í tilfinningar annarra og Skilningur á tilfinningum annarra eiga að meta annars vegar tilfinningalegan og hins vegar hugrænan þátt samkenndar. Athugaðir voru próffræðilegir eiginleikar listans í annarri rannsókn með notkun klassíska raungildislíkansins (e. Classical Test Theory). Markmið þessarar rannsóknar var að atriðagreina þau atriði sem talin voru fylgja þessum þáttum með notkun svarferlalíkana (e. Item Response Theory). Niðurstöður fyrir þáttinn Innlifun í tilfinningar annarra voru að aðgreining atriða var miðlungs til mjög há og þyngdarþröskuldarnir náðu lengra niður á þættinum heldur en upp. Að mestu leyti voru miklar upplýsingar að fá um þáttinn. Niðurstöður fyrir þáttinn Skilningur á tilfinningum annarra voru þannig að aðgreinings eins atriðis var mjög lág og fyrir neðan viðmið sem sett voru. Að öðru leyti kom aðgreining atriða vel út. Þyngdarþröskuldar náðu einnig lengra niður á þeim þætti en upp og voru einnig ágætar upplýsingar að fá frá atriðum sem mátu þann þátt. Í heild kom greining með svarferlalíkani á atriðunum vel út.

Samþykkt: 
  • 17.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29427


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Halldóra_Aguirre-Unnar_Geirdal.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf1.08 MBLokaðurYfirlýsingPDF