is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29430

Titill: 
  • Að drottna yfir dýrum sjávarins: Siðferðileg álitamál við hvalveiðar Íslendinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um siðferðileg álitamál sem varða hvalveiðar Íslendinga og leitast við að sýna fram á það sem hagnýtt siðfræði hefur fram að færa þegar tekist er á við flókin deilumál. Þó að veiðarnar hafi dregist saman og verið að fjara út á undanförnum árum er það síður en svo útaf því að sátt hafi náðst um framkvæmd veiðanna. Erfitt hefur reynst að brúa það bil sem myndast hefur á milli hvalveiðisinna og andstæðinga veiðanna og virðist meginfyrirstaðan felast í ólíku gildismati fylkinganna tveggja. Í ritgerðinni verður því sjónum beint að þeim siðferðilegu verðmætum sem fylkingarnar tvær leggja áherslu á og þau sett í samhengi við það hvernig viðhorf mannsins gagnvart náttúrunni hefur þróast í sögulegu ljósi. Sem mótvægi við þau mannhverfu viðhorf sem gegnsýra samfélag manna verður gerð grein fyrir kenningum dýra- og umhverfissiðfræðinga sem hafa það að markmiði að víkka siðferðismengið og styrkja siðferðilega stöðu dýra. Í lokin verður fjallað um þróun Alþjóðahvalveiðiráðsins og misheppnaða tilraun ráðsins til bregðast við aðkallandi vanda og þróa veiðistjórnunarkerfi sem sættir gagnstæð sjónarmið aðildarþjóða.
    Samfelldur meginþáttur ritgerðarinnar er að sýna fram á hvernig hagnýtt siðfræði nýtist við greiningu á margslungnum úrlausnarefnum. Það að kryfja ríkjandi gildi og viðhorf manna gagnvart hvalveiðum dregur fram þá fjölþættu hagsmuni sem í húfi eru. Þeir hagsmunir undirstrika svo mikilvægi þess að andstæðar fylkingar skoði málið í víðara samhengi í von um mæta kröfum um að móta viðunandi regluverk.

Samþykkt: 
  • 17.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29430


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HSS_BAritgerd.pdf326.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_skemman.pdf315.94 kBLokaðurYfirlýsingPDF