is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29432

Titill: 
  • Viltu koma með mér í barinn?: Um forsetninganotkun og fallmörkun í vesturíslensku erfðarmáli og íslensku sem öðru máli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lengi hafa fræðimenn velt því fyrir sér hvernig manneskjan læri tungumál. Talað er um að börn tileinki sér tungumál því þau gera það ómeðvitað en fullorðnir læra tungumál meðvitað. Þá er gerður greinarmunur á móðurmáli, öðru máli, erlendu máli og erfðarmáli, en munurinn felst aðallega í því í hvaða umhverfi tungumálið lærist og aldri málhafans. Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir muninum á þessum hugtökum og dæmi tekin um hvert fyrir sig. Ritgerðin fjallar um íslensku sem erfðarmál annars vegar og annað mál hins vegar. Sagt verður frá forsetningum og hlutverki þeirra í íslensku og ensku og þá verða bornar saman íslenskar forsetningar í vesturíslensku erfðarmáli og íslensku sem öðru máli.
    Skoðuð voru bréf Jónu, Vestur-Íslendings sem hafði íslensku sem erfðarmál, og skráðar niður villur sem hún gerði í notkun forsetninga og fallmörkun þeirra. Einnig var könnun lögð fyrir 25 erlenda nemendur sem læra íslensku sem annað mál við Háskóla Íslands. Könnunin innihélt tvenns konar eyðufyllingar, annars vegar voru nemendur beðnir um að fylla í eyðu með forsetningu og hins vegar með fallorði sem þeir áttu að beygja í eyðuna en þá þurfti að taka mið af forsetningunni sem stýrði fallinu og fylliliðnum sem á eftir fylgdi. Prófaðar voru 11 forsetningar en af þeim voru 8 sem höfðu breytilega fallstjórn og gátu stýrt bæði þolfalli og þágufalli.
    Þegar svör nemenda úr könnuninni voru borin saman við frávik sem komu fyrir í bréfum Jónu mátti greinilega sjá mikil líkindi. Frávik Jónu og villur nemendanna voru að mörgu leyti svipaðar. Þolfall var oft notað ranglega í stað annarra falla og því alhæft. Það kom fyrir að fallorð stóðu í nefnifalli á eftir forsetningum, en nefnifall er ómarkað og stjórnast ekki af fallvaldi. Hvorki Jóna né nemendurnir mynduðu ranglega eignarfall með forsetningum sem gátu ekki stýrt því en alhæfðu stundum þágufall með forsetningu sem stjórnar iðulega eignarfalli. Þá var áhugavert að bæði í forsetningavali Jónu og nemendanna var forsetningin í oftast notuð í stað á.
    Niðurstöðurnar benda til þess að þrátt fyrir að margt sé ólíkt milli erfðarmáls og annarsmáls t.d. hvað varðar stærð ílags (e.input) og aldur málhafa þegar hann lærir eða tileinkar sér markmálið, virðast sömu þættir málfræðinnar vera þeim erfiðir, allavega hvað varðar forsetningar.

Samþykkt: 
  • 18.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29432


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA- Viltu koma með mér í barinn - Gunnlaug.pdf885.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf104.47 kBLokaðurYfirlýsingPDF