Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29436
Í þessari ritgerð er fyrst skoðuð almenn saga mynda og myndforma og síðan saga og þróun aðferða við prentun mynda í bókum í Evrópu, þó einna helst Danmörku og Þýskalandi, þaðan sem Íslendingar sóttu helst fyrirmyndir sínar að barnabókum. Þar á eftir er gróft yfirlit yfir fyrstu barnabækur Íslendinga og einnig yfir fyrstu myndabækurnar sem ætlaðar voru íslenskum börnum. Myndabækur teljast ungur flokkur innan bókmenntanna. Ýmsir fræðimenn hafa í seinni tíð búið til aðferðir sem má beita til þess að greina og túlka hvernig myndirnar virka og einnig hvernig bókaformið sem slíkt vinnur saman, þ.e. hvernig texti og mynd vinna saman. Í 5. kafla er yfirlit myndrænna lykla sem William Moebius útbjó til þess að nota við túlkun og greiningu mynda. Í síðasta kafla ritgerðarinnar er stuðst við þessa lykla við túlkun á myndabókinni Sagan af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson. Hún hefur verið kölluð ástsælasta barnabók allra tíma á Íslandi. Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er að rýna í hvað það er við Söguna af Dimmalimm sem skýrir þá ást og vinsældir? Niðurstaðan er í megin atriðum sú að myndirnar í bókinni hafa einstaklega gagnsætt, fallegt og sakleysislegt yfirbragð sem höfðar til bæði barna og fullorðinna. Samspil texta og myndar er mjög gott sem hefur einnig áhrif á vinsældir bókarinnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Staðfesting.pdf | 110,45 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
BA-ritgerð_ Ásta Svanhvít Sindradóttir.pdf | 2,11 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |