is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29439

Titill: 
  • Að semja tvímálaorðabók: Um tilraun til þess að semja íslensk-japanska orðabók
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni þetta er til BA-prófs í Íslensku sem öðru máli við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Markmiðið með verkefninu er að leggja grundvöll að tvímálaorðabók fyrir fullorðna japanska byrjendur í íslensku, sérstaklega þá sem vilja læra tungumálið sjálfir.
    Móðurmál mitt, höfundar þessarar ritgerðar, er japanska. Ástæðan fyrir því að lagt var af stað í þetta verkefni er sú að hvorki er til raunveruleg íslensk-japönsk orðabók né íslensk orðabók sem ætluð er byrjendum.
    Verkefnið er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða aðferðir, tilraunir og niðurstöður um vinnslu á íslensk-japönsku orðabókinni, hins vegar eru sýnd sýnishorn af henni. Flettiorð sem fjallað er um í þessari ritgerð eru aðeins þau sem hefjast á A.
    Í fyrri hluta ritgerðarinnar er fjallað um hvert orðaforði orðabókarinnar er sóttur, aðferðir við að búa til orðalistann og sum orðanna sem þóttu umhugsunarverð á meðan unnið var að vali og frágangi á flettunum. Þá er leitast við að draga fram á hvaða grundvelli orðabókin byggist. Þar kemur í ljós hve einsmáls- og tvímálaorðabækur á íslensku, orðtíðnilistar á íslensku og Mörkuð íslensk málheild (MIM) hafa miklu hlutverk að gegna. Þess ber líka að geta að í athugasemdum við sum uppflettiorðanna er sýnt að hluta til hvernig fletturnar eru samdar.
    Í síðari hluta ritgerðarinnar eru drögin að íslensk-japönsku orðabókinni sýnd ásamt dæmum um flettur. Leitast er við að feta í fótspor hefðbundinna íslenskra orðabóka og tvímálaorðabóka á japönsku. Tekið skal fram að íslensk-japanska orðabókin er ekki aðeins hugsuð sem orðabók fyrir byrjendur í íslensku heldur gæti hún einnig verið vegvísir að því hvernig á að nota íslenskar orðabækur.

Samþykkt: 
  • 19.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29439


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð_SW.pdf1.68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Shohei Watanabe_Skemman.pdf442.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF