is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2944

Titill: 
 • Skuldir heimilanna og hagkerfið
Titill: 
 • Household debt and the macroeconomy
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Skuldir heimilanna sem hlutfall af VLF hafa verið að aukast hér á landi og undirliggjandi
  þættir í þeirri þróun eru, hækkun fasteignaverðs, aukið aðgengi að lánsfjármagni og
  lækkun vaxta. Þessi þróun hefur fyllt heimilin bjartsýni um framtíðina en jafnframt gert
  þau viðkvæmari fyrir efnahagslegum áföllum. Ef aðstæður í hagkerfinu breytast svo sem
  eins og hækkun vaxta, lækkun húsnæðisverðs og lækkun á innkomu eða tekjum
  heimilanna er hætt við að heimilin geti ekki lengur staðið við fjárskuldbindingar sínar.
  Við ákveðnar aðstæður geta skuldirnar verið hættulegar fyrir heimilin og hagkerfið
  almennt. Þessar aðstæður eru oftar en ekki tengdar efnahagskreppum og erfiðleikarnir
  sem koma fram í kjölfarið tengjast ekki síst dýpt kreppunnar.
  Rannsóknarspurningin sem sett hefur verið fram er eftirfarandi „Hefur skuldsetning
  heimilanna hér á landi sl. 10 ár gert þau viðkvæmari fyrir efnhagslegum áföllum”?
  Í þessari ritgerð er fjallað er um mikilvægan þátt í þjóðhagsreikningum sem er þróun
  einkaneyslu en hún er mikilvæg breyta fyrir vöxt hagkerfisins. Litið er til þeirra helstu
  stærða sem liggja að baki einkaneyslunni, það eru ráðstöfunartekjur og eignamyndun
  heimilanna. Einkaneysla hér á landi hefur vaxið langt fram úr kaupmætti
  ráðstöfunartekna undanfarin ár. Erfitt er að fullyrða nokkuð um það hversu mikið neysla
  hefur verið fjármögnuð með lánum. En hins vegar höfum við vísbendingar um það að
  eignir hafi verið að minnka á móti skuldum, sem getur haft slæmar afleiðingar fyrir
  hagkerfið og dregið verulega úr neyslu og fjárfestingu í framtíðinni. Rannsóknir sýna að
  ef einkaneysla er byggð á skuldasöfnun vegna aukinnar lántöku þá geti það orðið
  verulegur dragbítur á hagkerfin.
  Niðurstaðan sýnir að skuldir hinna tekjulægstu hafa aukist á undanförnum árum. Aukin
  ójöfnuður skýri það að einhverju leyti.

Samþykkt: 
 • 2.6.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2944


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerd_Svandis_vor2009_fixed.pdf535.48 kBLokaðurHeildartextiPDF