is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29441

Titill: 
  • Draumveruleiki: Verufræði drauma
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Draumar hafa verið nýttir sem rök fyrir efa um tilvist efnislegs heims oftar en einu sinni í heimspekisögunni. René Descartes hélt því fram að hann gæti ekki útilokað það á vakandi stundu að honum væri í raun að dreyma. Aragrúi heimspekinga reyndi í kjölfarið að brjóta þau rök á bak aftur, sem reyndist þrautin þyngri. Eitthvað við drauma gerir þá samtímis augljóslega óraunverulega og ruglandi líka vökustundum. Í þessari rannsókn er markmiðið að komast að því hvað draumar eru, hverju þeir samanstanda af, hvort þeir þjóni einhverjum tilgangi og hvort þeir séu aðgreinanlegir vöku á einhvern hátt. Takmarkið er ekki að staðfesta tilvist efnisleg heims með því að greina á milli drauma og vöku, heldur að skilja þetta snúna fyrirbæri sem flestir komast í kynni við nær daglega. Fyrst er litið til þekktra skrifa um drauma í heimspekisögunni, sem flest snúa að áðurnefndu þekkingarfræðivandamáli, en fela þó öll að einhverju leyti í sér verufræði, því að til þess að svara efahyggjuvandanum þarf fyrst að svara því hvað draumar séu. Næst er litið til nýlegri skrifa sem snúast um verufræði drauma og að lokum litið til samspils heimspeki og taugavísinda sem virðast einkenna rannsóknir á draumum í seinni tíð. Með allar þessar upplýsingarnar í höndunum er reynt að svara grundvallarspurningum um veru drauma.

Samþykkt: 
  • 19.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29441


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skemmanhjalti.pdf15.23 MBLokaðurYfirlýsingPDF
Hjalti Freyr Ragnarsson2.pdf519.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna