Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29449
Ýmiss konar tæki og smáforrit gefa okkur möguleika á að eiga samskipti við fólk á samskiptamiðlum, sem dæmi má nefna Messenger, Facebook, Twitter og Snapchat. Þessir samskiptamiðlar setja málfari okkar að vissu leyti skorður og hafa áhrif á það málsnið sem notað er á netinu og heildar tungumálsins. Hugtakið netlenska (e. netspeak) hefur verið notað um málfarið sem þar birtist og hefur margt verið ritað um það áður en aldrei hefur netlenska á íslenskum og pólskum samskiptamiðlum verið borin saman. Þeir samskiptamiðlar sem til eru í dag nýtast á alheimsvísu og notendur þeirra koma frá öllum löndum, þess vegna vaknar spurningin: Er málfar á ofangreindum samskiptamiðlum svipað um víða veröld? Er málfar á íslenskum og pólskum samskiptamiðlum líkt? Í þessari ritgerð verður varpað ljósi á einkenni og líkindi málfars á netinu og á samskiptamiðlum með tilliti til íslensku og pólsku og jafnframt skoðuð framtíð tungumálanna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerð.Hugvísindasvið.pdf | 5.61 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Izabela_yfirlysing (1).pdf | 184.99 kB | Lokaður | Yfirlýsing |