is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2945

Titill: 
 • Afleiður til áhættuvarna og íslenskur peningamarkaður
Titill: 
 • Derivatives for hedging and the icelandic money market
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Afleiður til áhættuvarna & íslenskur peningamarkaður er heiti skýrslunnar og er
  rannsóknaspurningin eftirfarandi: er gagnlegt að verja útgjöldum í erlendri mynt með
  framvirkum samningum? Svo unnt sé að komast að því mun skýrsluhöfundur kynna fyrir
  lesendum helstu hugtök sem tengjast afleiðuviðskiptum, áhættuvörnum og
  millibankamarkaði. Skýrslan er skrifuð með það í huga að lesandi hafi ekki sérþekkingu á
  viðfangsefninu og er uppsetning hennar þannig að lesandinn ætti að öðlast
  grunnþekkingu á viðfangsefninu við lestur hennar. Í skýrslunni er farið yfir helstu
  tegundir afleiðna og hvernig slík viðskipti fara fram, einnig er farið yfir sögu
  millibankamarkaðs á Íslandi og helstu hugtök á þeim vettvangi. Hlutverk Seðlabanka
  Íslands er skoðað og eins peningastefna hans, jafnt nú sem áður fyrr. Í kjölfar þeirrar
  umfjöllunar metur skýrsluhöfundur hvort skilvirkur millibankamarkaður hafi verið
  starfandi hér á landi á árunum 2002-2007. Einnig kemur fram skilgreining á hvernig
  afleiðusamningar eru færðir í bókhald fyrirtækja og ársreikninga samkvæmt alþjóðlegum
  reikningsskilastöðlum, samhliða því er fjallað um gengishagnað og gengistap og metur
  skýrsluhöfundur hvort áhættuvarnir hafi verið á gráu svæði í vissum tilvikum.
  Heimildaöflun var með þeim hætti að vitnað var í fræðibækur um viðfangsefnið, ýmis rit
  frá fjármálafyrirtækjum var stuðst við, internetið var einnig notað við heimildaöflun og
  að lokum voru munnlegar heimildir fengnar frá fjórum starfsmönnum Glitnis banka hf.
  (nú Íslandsbanki) sem hafa sérþekkingu á viðfangsefninu. Munnlegum heimildum var
  aflað þannig að skýrsluhöfundur sat tvo sextíu mínútna fundi með öllum fjórum
  einstaklingunum. Að ósk þeirra er ekkert haft beint eftir þeim en þeirra er engu að síður
  getið í heimildaskrá ásamt hvaða stöðu þeir gegna/gengdu

Samþykkt: 
 • 2.6.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2945


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerd_IngiFannar_vor2009_fixed.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna