Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29450
Í þessari ritgerð verður þróun tvíhljóðsins á tekin fyrir frá þeim tímum er það var langt einhljóð. Fyrst verður farið lauslega yfir forsögu íslenskrar tungu þar sem sérhljóðakerfi frumnorrænu er lýst. Þar á eftir verður sérhljóðakerfi forníslensku skoðað út frá þeim heimildum sem við finnum í Fyrstu málfræðiritgerðinni. Þá verður einnig litið yfir helstu breytingar sem urðu í málinu í lok 12. aldar og á 13. öld. Þar á eftir verður meginefni ritgerðinnar tekið fyrir. Þar verður fjallað um það hvenær hið gamla langa á hafi fallið saman við gamalt langt ǫ́ og hvernig samfallshljóðið hafi breyst í það tvíhljóð sem það er í dag. Þá verða heimildirnar sem benda til þessarar þróunar einnig athugaðar svo sem ritháttarbreytingin vá > vo en hún er óbeinn vitnisburður um tvíhljóðun á. Einnig verður litið yfir þróun tvíhljóðsins au og hvers vegna það féll ekki saman við á. Að lokum verður hljóðdvalarbreytingin tekin fyrir en hún er ein áhrifamesta breyting á íslensku máli. Með hljóðdvalarbreytinguna að leiðarljósi verður sérstaða íslenskra tvíhljóða hvað lengd varðar einnig tekin sérstaklega fyrir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA.TvíhljóðunÁ.DÞR.pdf | 783.71 kB | Opinn | Skoða/Opna | ||
Yfirlýsing.DÞR.pdf | 71.57 kB | Lokaður |