is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29452

Titill: 
  • „Uxinn þekkir eiganda sinn, og asninn jötu húsbónda síns“: Jesajaþýðing Sveinbjarnar Egilssonar í Viðeyjarbiblíu (1841), einkenni hennar og áhrif
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þó að skáldið og lærdómsmaðurinn Sveinbjörn Egilsson (1791-1852) sé ef til vill þekktastur fyrir þýðingar sínar á Hómerskviðum, eru þýðingar hans á ritum Biblíunnar fyrir útgáfu Viðeyjarbiblíu ekki síður merkileg afrek. Viðeyjarbiblíu, sem útgefin var árið 1841, hefur löngum verið hrósað sem fallegri og sérlega vel heppnaðri biblíuþýðingu, og er Sveinbjörn þar talinn eiga stóran þátt í að gefa þýðingunni sinn fallega og alþýðulega blæ. Markmið þessarar ritgerðar var að kanna hvað einkennir þýðingarverk Sveinbjarnar í Viðeyjarbiblíu og hvers vegna þýðingin hefur öðlast þá viðurkenningu sem hún hefur hlotið. Þá var einblínt á þýðing Sveinbjarnar á Jesajariti við rannsóknina. Til að gera betur grein fyrir rannsóknarefninu var farið yfir útgáfusögu Biblíunnar á íslensku og gert grein fyrir þeim aðstæðum sem uppi voru þegar eldri og nýrri þýðingar urðu til. Í kjölfarið var æviágrip þýðandans rakið til að gera grein fyrir því hvað dreif þýðingarstarf hans. Einnig var þýðing Viðeyjarbiblíu skoðuð nánar; hverjir að þýðingunni stóðu og hvernig hún kom til. Þar að auki var fjallað lauslega um innihald ritsins sem rannsakað var, bók Jesaja. Í þungamiðju ritgerðarinnar voru svo valin textabrot úr Jesajariti borin saman við eldri og nýrri þýðingar, með það að markmiði að greina einkenni þýðingarverks Sveinbjarnar. Að lokum voru svo kynntar niðurstöður rannsóknarinnar um hver sérstaða þýðingarverks Sveinbjarnar í Viðeyjarbiblíu er umfram aðrar íslenskar Biblíuþýðingar.

Samþykkt: 
  • 22.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29452


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlysing_lokaverkefni_SMH.pdf1.26 MBLokaðurFylgiskjölPDF
BA_Lokaverkefni_SMH_2018.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna