is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29453

Titill: 
  • Útlendingar í Japan: Áhrif þeirra á samfélagið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í Japan búa rúmlega 127 milljón manns samkvæmt opinberum gögnum frá Sameinuðu þjóðunum. Nú búa fleiri útlendinga í Japan heldur en nokkurn tíman fyrr, en þeir eru engu að síður hlutfallslega mjög fáir, eða aðeins um 2% heildartölu íbúa landsins. Til samanburðar voru 8,9% fólks búsett á Íslandi 2015 af erlendum uppruna. Í ljósi þess hve lítið er af innflytjendum og öðrum erlendum aðilum í Japan er áhugavert að komast að hve miklu leyti þessi litli hópur getur haft áhrif á japanskt samfélag. Einnig væri það fróðlegt að sjá hvort áhrifin væru góð fyrir íbúa Japans. Þá er einnig áhugavert að velta því fyrir sér hvort stjórnvöld í Japan hafi sett sér einhver markmið eða heildstæða áætlun varðandi innflytjendur með tilliti til alvarlegs fólksfjölgunarvandmáls og annarra tengdra vandamála. Fólksfjölgunarvandamálið er talið eitt stærsta vandamál sem að Japanir standa frammi fyrir, ef ekki það stærsta. Að lokum verður reynt að lýsa hvernig komið er fram við þá útlendinga sem að búsettir eru í Japan. Í þessari ritgerð mun höfundur leitast við að gera grein fyrir stöðu útlendinga og Japana af erlendum uppruna sem búsettir eru í Japan. Tekin verða til umfjöllunar áhrif innflytjenda á japanskt samfélag, bæði í nútíð og framtíð. Að lokum verður vikið að mögulegum leiðum til að betrumbæta áhrif innflytjenda á japanskt samfélag.

Samþykkt: 
  • 22.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29453


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RafrænYfirlysing.pdf466.59 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaritgerð_TÞJ.pdf383.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna