is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29455

Titill: 
  • „Karlmannlega“ kvenhetjan: Birtingarmynd, einkenni og stefna „sterku“ kvenhetjunnar í fantasíu- og vísindaskáldskap.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður birtingarmynd „sterku“ kvenhetjunnar í fantasíu- og vísindaskáldskap skoðuð út frá persónuleikakenningum og samfélagslegum gildum um „karlmennsku“ og „kvenleika“. Spurt verður að því hver sé stefna kvenpersóna, sem aðalsöguhetjur, í fantasíu- og vísindaskáldskap.
    Kenning Carl Jung um vitsmunaverkfærin og persónuleikapróf Myers-Briggs (MBTI) verða notuð sem undirstöðuatriði við val á kvenpersónunum sem verða skoðaðar. Allar eru þær innhverfar að skapgerð, leggja áherslu á rökhugsun fremur en tilfinningamat og bera einkenni sem yfirleitt eru tengd hugmyndum um „karlmennsku“ fremur en „kvenleika“. Þær kvenpersónur sem verða teknar til skoðunar eru Jóvin Jómundardóttir úr Hringadróttinssögu (1954-1955), Ellen Ripley úr fyrstu þremur Alien kvikmyndunum (1979-1997), Sarah Connor úr fyrstu tveimur Terminator kvikmyndunum (1984-1991), Katniss Everdeen úr þríleik Suzanne Collins um Hungurleikana (2008-2010), Tris Prior úr þríleik Veronica Roth um Afbrigði (2011-2013) og Rey úr kvikmyndinni Star Wars: The Force Awakens (2015). Úthverfa og tilfinninganæma kvenhetjan Undrakonan verður skoðuð til samanburðar, bæði upphafleg útgáfa persónunnar úr myndasögum DC sem William Moulton Marston skapaði árið 1941 og ný útgáfa persónunnar í kvikmyndinni Wonder Woman frá 2017.

Samþykkt: 
  • 22.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29455


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karlmannlegar kvenpersónur PDF. .pdf426.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing RMT 2018.pdf1.69 MBLokaðurYfirlýsingPDF