is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29456

Titill: 
  • Framtíð shamisen: Greið gata eða leið til glötunar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Shamisen er eitt af einkennandi hljóðfærum japanskrar tónlistar, með meira en 400 ára sögu í japönsku þjóðfélagslífi. Þrátt fyrir langa sögu hljóðfærisins þá hafa komið upp vandamál sem stefna framtíð þess í hættu. Í þessari ritgerð verður uppbygging shamisen út frá hráefnavali skoðuð en stór hluti hráefnisins er nú komið á lista yfir dýra- og plöntutegundir í útrýmingarhættu og því nauðsynlegt að kanna aðra valmöguleika. Einnig er kennsla á hljóðfærið rannsökuð, bæði hefðbundna leiðin innan iemoto kerfisins og í skyldunámi grunnskóla Japans. Báðar leiðir hafa sína kosti og galla. Iemoto kerfið hefur reynst vel til að viðhalda shamisen tónlistarstefnum en getur takmarkað hljóðfæraleikara til nýsköpunar og verið dýrt. Skyldunámið kennir á shamisen óháð tónlistarstefnu og veitir því frelsi til nýsköpunar ásamt því að vera ódýrara fyrir nemendurnar en viðheldur ekki tónlistarstefnum að sama mæli og iemoto kerfið. Farið er yfir nótnakerfin sem tilheyra shamisen en enginn staðall á nótnakerfi er fyrir hendi innan allra tónlistarstefna hljóðfærisins, meðal annars vegna leyndarhyggju og því gæti shamisen tónlist og þekking glatast. Í lokin er fjallað um stöðu shamisen í nútímatónlist en ákveðinn uppgangur þjóðlagatónlistar ásamt jákvæðu endurmati á japanskri menningu innan japanska þjóðfélagsins hefur gert auðveldara fyrir tónlistarstefnur eins og Tsugaru shamisen að ná vinsældum. Rætt er sérstaklega um Tsugaru shamisen vegna núverandi vinsælda og frelsi innan tónlistarstefnunar til nýsköpunar. Niðurstöður sýna að tilvist hljóðfærisins er ekki í alvarlegri hættu en ýmsar breytingar gætu verið nauðsynlegar til að tryggja áframhaldandi tilvist þess.

Samþykkt: 
  • 22.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29456


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð shamisen - alexander jarl rikhardsson.pdf602.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman yfirlysing.pdf982.5 kBLokaðurYfirlýsingPDF