is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29458

Titill: 
  • Abstraktmálverkið sem tálsýn: Greining á málverkum Svavars Guðnasonar með póstmódernískum aðferðum Jean-Francois Lyotard
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Lokaritgerð þessi er unnin til BA-prófs í listfræði við Háskóla Íslands. Í ritgerðinni eru fjögur abstraktverk Svavars Guðnasonar frá stríðsárunum skoðuð í því augnamiði að öðlast skilning á því hver galdurinn að baki listsköpuna hans er. Sýning á verkum Svavars sem haldin var í Listamannaskálanum árið 1945 hafði mikil áhrif á málaralistina á Íslandi. Áhrifin sem sýningin hafði skýrast að hluta til af því að mikið nýnæmi var að abstraktlistinni á Íslandi á þessum tíma, en landið var að opnast eftir að samskipti við Evrópu höfðu legið niðri á stríðsárunum. Áhrif Svavars á íslenska listasögu helgast vitanlega einnig af því hversu áhrifarík verkin þóttu. Til þess að öðlast betri skilning á því hver galdurinn á bak við málverk Svavars er, eru tekin til greiningar fjögur verk sem hann málaði á stríðsárunum: Fúga í D-dúr (1941), Barrskógurinn (1943), Íslandslag (1944) og Ofstækismaður (1945). Við greiningu verkanna er stuðst við kenningar Jean-Francois Lyotard, og greiningar hans á verkum Karels Appel sem, líkt og Svavar, var meðlimur Cobra hreyfingarinnar. Greining á þessum fjórum verkum Svavars með aðferðum Lyotards, leiddi ýmislegt í ljós sem ekki er aðgengilegt með hefðbundinni listfræðigreiningu, með sagnfræðilegri nálgun og áherslu á strauma og stefnur í myndlist. Meðal annars kemur í ljós að verkið Íslandslag, eitt þekktasta abstraktverk á Íslandi, er hugsanlega með fígúratífari myndum.
    Ritgerðin er í sjö köflum. Í fyrsta kafla er inngangur ritgerðarinnar þar sem efni ritgerðarinnar er kynnt. Annar kafli tekur heimspeki Lyotards fyrir og farið er meðal annars yfir fagurfræði hans, kenningar um samband listamannsins við viðfangið o.fl. Í þriðja kafla er sagt frá verki Lyotards Karel Appel: A Gesture of Colour. Ferill Svavars Guðnasonar fram að stíðsárum er rakinn í fjórða kafla og sagt er frá tímamótasýningu á verkum hans í Listamannaskálanum árið 1945 og viðbrögðunum við henni í fimmta kafla. Í sjötta kafla er verkunum fjórum lýst og þau krufin eftir kenningum Lyotards. Í sjöunda og síðasta kaflanum er að finna niðurstöður greiningarinnar.

Samþykkt: 
  • 22.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29458


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Abstraktmálverkið sem tálsýn - BA ritgerð - Edda Þorgeirsdóttir.pdf38.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Edda Þorgeirsdóttir.pdf194.6 kBLokaðurYfirlýsingPDF