is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29464

Titill: 
  • Þegar rómantísk ást súrnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hvernig getur hin rómantíska ást, sem unaður, fengið á sig sjúklega og þráhyggjukennda drætti? Hvað getur sjúkleg ást sem einhvers konar afbakað fyrirbæri mögulega sagt okkur um ást sem væri heilbrigðari? Í anda hugmynda Charles W. Mills skoðar þessi ritgerð hinar ófullkomnu hliðar rómantískrar ástar til þess að fá vísbendingu um það hvernig mætti upplifa því sem næst fullkomna ást, enda upplifa allir ástina á mismunandi hátt. Þessi ritgerð skoðar rómantíska ást út frá fyrirbærafræðilegu sjónarhorni og útlistar þráhyggju og tengsl sjúkra drátta ástríðufullrar ástar við fíknisjúkdóma. Jafnframt verður drepið niður á kenningar félagsfræðingsins og heimspekingsins Niklas Luhmans, og kenningar sálfræðingsins Erich Fromms, til þess að fá betri yfirsýn yfir hvað felst í því að elska á ástríðufullan hátt. Einnig verður hér velt upp spurningum varðandi sjálfsást og hvað raunverulega felst í því að elska sjálfan sig. Rök verða færð fyrir því að forsenda ástar sé samband okkar við okkur sjálf. Hvernig getum við elskað einhvern annan, ef við getum ekki elskað okkur sjálf? Sé maður vanhæfur í því að standa með sjálfum sér er hætta á að maður týni sjálfum sér og ástin sem unaður verður að áráttu og þjáningu.

Samþykkt: 
  • 22.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29464


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þegar rómantísk ást súrnar. Andrés Hjörvar. BA-ritgerð.docx.pdf788.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Titilsíða.pdf141.29 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
Ágrip.pdf5.51 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_16.pdf60.89 kBLokaðurYfirlýsingPDF