is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29466

Titill: 
  • „Ætlarðu að varpa sprengjunni eða hvað?“. Kjarnorkuváin í ofurhetjukúltúr kalda stríðsins.
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • „Ætlarðu að varpa sprengjunni eða hvað?“ er vísun í lagatexta Forever Young með hljómsveitinni Alphaville sem kom út árið 1984. Í fyrsta versinu er orðuð spurning sem var á vörum margra í kalda stríðinu: Verður kjarnorkusprengjunni varpað eða ekki? Á óvissutímum kalda stríðsins kom kjarnorkuváin fram á margvíslegan hátt í dægurmenningu Bandaríkjanna. Í ritgerðinni verður ofurhetjukúltúr kalda stríðsins tekinn til skoðunar og leitað svara við því hvers vegna þörf var á nýjum ofurhetjum til að kveða niður vaxandi kjarnorkuótta lesenda. Litið verður til vinsælla myndasagna og þróun þeirra skoðuð í takt við tíðarandann. Því næst verður kastljósinu beint að vinsælu kaldastríðshetjunni, James Bond og kannað hvernig kjarnorkukvíðinn braust fram í dagblaðastrípum og kvikmyndum um hann. Að lokum verður litið til nýlegra ofurhetjusjónvarpsþátta og kannað hver arfleið kjarnorkukvíðans er, en kjarnorkuóttinn sem finna má þar virðist vera orðinn nokkuð miðlægur í samtímanum.

Samþykkt: 
  • 22.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29466


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ætlarðu_að_varpa_sprengjunni.pdf2.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_eyrunloa.pdf116.27 kBLokaðurYfirlýsingPDF