Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29469
Ritgerðin fjallar um hið svokallaða Rainbow Navigation-mál þegar deilt var um það hvaða fyrirtæki ættu að hafa leyfi til þess að flytja vörur fyrir bandarísku herstöðina í Keflavík. Bandarísk fyrirtæki höfðu forgang lögum samkvæmt, en vegna áhugaleysis vestra höfðu íslensk fyrirtæki séð um flutningana um tíma þar til fyrirtækið Rainbow Navigation steig fram á sjónarsviðið árið 1984. Markmið ritgerðarinnar er að greina deiluna og lausn hennar, en Ísland og Bandaríkin gerðu með sér sérstakan milliríkjasamning þar sem flutningunum var skipt milli þeirra. Færð verða rök fyrir því að kalda stríðið hafi vegið þar þungt, enda hafði Ísland mikið hernaðarlegt vægi í augum Reagan-stjórnarinnar sem þá var við völd. Jafnframt hafi íslensku skipafélögunum tekist að hafa veruleg áhrif á framkvæmd íslenskrar utanríkisstefnu með því að þrýsta á um hlutdeild í flutningum fyrir Bandaríkjaher. Í ritgerðinni er
viðfangsefnið greint með vísun í kenningar um korporatisma og fjölhyggju og orðræðan skoðuð út frá hugmyndum um þjóðernisstefnu og notkun sögunnar. Loks er Rainbow Navigation-deilan sett í samhengi við aðrar deilur sem komu upp í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna á 9. áratugnum og því haldið fram að hún hafi skorið sig úr að ýmsu leyti.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
RainbowNavigation.pdf | 615.86 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
YfirlysingArnor.pdf | 77.69 kB | Lokaður | Yfirlýsing |