is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29470

Titill: 
  • Börnin sem urðu eftir: Áhrif fólksflutninga á börn í Kína
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sífellt fleira verkafólk flykkist úr sveitum í borgir í Kína í leit að atvinnu. Margir farandverkamenn flytja börnin sín með sér í þéttbýlið en vegna slæms aðgengis að menntun og heilbrigðisþjónustu neyðast margir til þess að skilja börnin eftir í dreifbýli. Hér verður fjallað um börnin sem skilin eru eftir (e. left-behind children). Sum þessara barna búa hjá öðru foreldri sínu, þegar hitt hefur flust í borg, sum hjá ættingjum, svo sem ömmu og afa, og enn önnur búa ein. Í þessari ritgerð er fjallað um hvað drífur foreldra til að yfirgefa börnin sín og þátt búsetuskráningarkerfisins hukou í þeirri ákvörðun. Aðstæður barnanna í dreifbýli eru skoðaðar, auk heilsu og menntunar. Að lokum er fjallað um aðgerðir yfirvalda í þessum málaflokki og framtíðarhorfur barnanna.

Samþykkt: 
  • 22.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29470


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Marta Kristjánsdóttir - BA ritgerð í kínverskum fræðum.pdf523.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing skemman - Marta Kristjánsdóttir.pdf27.72 kBLokaðurYfirlýsingPDF