en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/29476

Title: 
  • Title is in Icelandic Undanfari að viðurkenningu Íslands á fullveldi og sjálfstæði Palestínu 1987–2011
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í ritgerðinni verður fjallað um þær breytingar sem urðu á afstöðu íslenskra stjórnvalda til Palestínumálsins frá síðari hluta 9. áratugarins til ársins 2011 þegar þau viðurkenndu sjálfstæði Palestínu. Þróun stjórnmálatengsla Íslands við Palestínu verður sett í samhengi við almenn viðhorf til deilna Palestínumanna og Ísraela á Íslandi og á alþjóðavettvangi á þessu tímabili. Stefna einstakra íslenskra stjórnmálaflokka verður greind og aðkomu þeirra að þróun diplómatískra samskipta við Palestínu gerð skil. Einnig verður skoðað hvaða áhrif félagslegir þrýstihópar, einkum Félagið Ísland-Palestína, höfðu á stefnu íslenskra stjórnvalda og afstöðu stjórnmálamanna.
    Færð verða rök fyrir því setja verði viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu í samhengi við minni áhrif Bandaríkjanna, helsta stuðningsríki Ísraels, á íslenska utanríkisstefnu á þessu tímabili og aukna samvinnu við önnur Norðurlönd í Palestínumálinu. Þótt samúð með málstað Palestínumanna hafi einkum komið fram í tíð vinstri stjórna á dögum kalda stríðsins var það ekki algilt. Þannig varð ákveðin stefnubreyting í utanríkisráðherratíð Steingríms Hermannsonnar í samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokk og Alþýðuflokks á árunum 1987–1988, þótt ekki hafi verið samstaða um hana, einkum vegna andstöðu sjálfstæðismanna. Með henni hófst það ferli sem lauk árið 2011. Það gekk fyrst út á að gera ekki upp milli Palestínumanna og Ísraels í deilunum fyrir botni Miðjarðarhafs og síðar að styðja Palestínu með beinum hætti með því að viðurkenna sjálfstæði þess í trássi við vilja Ísraels. Vinstri stjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sem tók við völdum árið 2009, bar úrslitaábyrgð á því að skrefið var stigið til fulls með stuðningi við ríki Palestínu. Til að koma því máli í gegn skipti einnig miklu máli að Sjálfstæðisflokkur, sem var tregur til að taka málstað Palestínumanna í andstöðu við Ísraela, var utan ríkisstjórnar, þótt hann hafi að lokum setið hjá við afgreiðslu þingsályktunartillögu á Alþingi um viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Palestínu.

Accepted: 
  • Jan 23, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29476


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA ritgerð.pdf622.84 kBOpenPDFView/Open
doc02561220180123113806.pdf309.45 kBLockedYfirlýsingPDF