is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29482

Titill: 
 • Snemmkominn árangur hlutabrjóstauppbygginga á Landspítala 2008-2014
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur og markmið:
  Brjóstasparandi aðgerðir hafa verið mikilvægur þáttur í meðferð við brjóstakrabbameinum um nokkurra áratuga skeið. Hlutabrjóstauppbygging samhliða fleygskurði (hér eftir kallað onkóplastískur fleygskurður, OF) kom fram fyrir um 15 árum síðan og á Íslandi hafa onkóplastískir fleygskurðir verið framkvæmdir frá árinu 2008. Markmið rannsóknarinnar er í fyrsta lagi að skoða faraldsfræði brjóstasparandi aðgerða á Íslandi á árunum 2008-2014. Í öðru lagi er markmiðið að meta og bera saman árangur og ánægju sjúklinga sem gangast undir hefðbundinn fleygskurð annars vegar (HF) og onkóplastískan fleygskurð hins vegar (OF).
  Efni og aðferðir:
  Rannsóknin er afturskyggn ferilrannsókn á öllum konum sem gengust undir brjóstasparandi skurðaðgerð vegna brjóstakrabbameins á tímabilinu 1.janúar 2008 til 31.desember 2014. Sjúklingatengdum og meinafræðilegum þáttum var safnað úr Sögukerfinu fyrir báða hópa. Fjölþátta aðhvarfsgreining og línulegt aðhvarf var gert til bera saman eftirfarandi útkomur milli hópanna tveggja: æxlisvöxtur í skurðbrúnum, tíðni enduraðgerða, tíðni fylgikvilla og tími fram að fyrstu eftirmeðferð. Spurningalistar voru sendir til kvenna í báðum hópunum til að meta ánægju með útlitslega útkomu og upplýsingagjöf í tengslum við aðgerðina.
  Niðurstöður og ályktanir:
  750 konur gengust undir brjóstasparandi aðgerðir á tímabilinu og uppfylltu inntökuskilyrðin í rannsóknina. Þar af gengust 665 undir HF en 85 undir OF. Konur sem gengust undir OF voru með stærri mein en konur sem gengust undir HF (2.4 cm á móti 1.7 cm, p<0.001) og þyngd brjóstvefjar sem var fjarlægður var marktækt meiri (181.1 grömm á móti 63.4 grömm, p<0.001). Eftir að leiðrétt hafði verið fyrir hugsanlegum skekkjuvöldum kom í ljós að ekki var marktækur munur á æxlisvexti í skurðbrúnum (OR 0.97, CI 0.44-1.97), tíðni fylgikvilla (OR 1.06, CI 0.46-2.18), tíðni enduraðgerða (OR 0.98; CI 0.50-1.81) eða tíma fram að fyrstu eftirmeðferð (-0.23 dagar fyrir OF, p=0.95). Mikil ánægja var með útlit brjósta eftir skurðaðgerð í báðum hópum en munurinn var ekki marktækur (96% hjá OF hópnum en 89% hjá HF hópnum; p=0.84). Meiri ánægja var með upplýsingagjöf fyrir aðgerð hjá konum sem gengust undir onkóplastískan fleygskurð (91% hjá OF hópnum vs. 74% in HF hópnum p=0.02).
  Niðurstöður okkar sýna að OF er að minnsta kosti jafn örugg meðferð og HF þegar litið er til skammtímaárangurs. Auk þess er mikil ánægja með útlit brjósta eftir aðgerð og upplýsingagjöf fyrir aðgerðina.

Samþykkt: 
 • 29.1.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29482


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinin.final. .pdf2.66 MBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Mastersritgerð.final.pdf4.69 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
0829_0001.pdf56.16 kBLokaðurYfirlýsingPDF