is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29488

Titill: 
 • "Það þarf átak til að snúa við tankskipi" : starfendarannsókn
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um starfendarannsókn sem stóð yfir í þrjár annir frá haustönn 2016 og lauk henni í lok haustannar 2017. Í rannsókninni beindi ég sérstaklega athygli að því hvernig upplýsingatækni gæti eflt sjálfstæði og frumkvæði nemenda í skólastarfi. Ég leitaðist við að svara þeirri spurningu hvort aukinn þáttur tækninnar gæti haft þessi áhrif á nemendur. Einnig skoðaði ég starf mitt og hvernig ég gæti stuðlað að þeim þáttum sem ég tel mikilvæga. Tilgangur starfendarannsóknarinnar var því að skoða hvernig ég gæti stuðlað að því að nemendur mínir nýttu sér upplýsingatækni sem eflandi verkfæri í skólastarfi. Ég hélt dagbók, tók ljósmyndir og myndbönd af starfinu með nemendum, átti samtöl við samstarfskennara mína og nemendur skólans. Þessi gögn hef ég notað til að skoða þátt minn í þessu breytingaferli auk þess leitaðist ég við að finna hvað fræðimenn hefðu sagt um viðfangsefnið mitt. Í rannsókninni varð ég vör við að nemendur eru almennt ánægðir þegar þeir vinna verkefni þar sem þeir fá að nota upplýsingatækni- og miðlun. Það sem ég tók eftir er að nemendur nýttu tímann vel og sýndu sjálfstæði í vinnubrögðum. Þess vegna er ég á þeirri skoðun að upplýsingatækni- og miðlun efli nám nemenda, auki sjálfstæði þeirra og gefi þeim tækifæri á nýrri nálgun í námi sínu sem ekki er hægt að ná með öðrum hætti. Það hjálpaði mér nota að vinnuramma Liz Kolb til að meta útkomu starfendarannsókninnar en samkvæmt matsformi hennar þá jók tæknin þátttöku og skilning nemenda til muna. Niðurstöður rannsóknarinnar eru því ekki aðeins huglægt mat mitt þó svo að jákvæð upplifun mín hafi haft áhrif. Starfendarannsóknin hafði einnig góð áhrif á starf mitt og veitti mér aukna starfsgleði. Það hefur eflt mig sem kennara að sjá hvað upplýsingatækni sem nýtt er í starfi með nemendum getur boðið upp á fjölbreytta möguleika í námi.

 • Útdráttur er á ensku

  It requires an effort to reverse a tanker
  The action research described in this paper took place between the autumn of 2016 and the end of autumn 2017. In the study, I specifically drew attention to how information technology could enhance students' independence in school work. I sought to answer the question of whether increasing the role of technology in their studies could have this effect on students. I also examined my work and how I could contribute to the factors that I consider important in school work. The purpose of the action research was to explore how I could help my students take advantage of information technology as a promising tool in their school work. I kept a diary, took photographs and videos of my work with students, had conversations with my co-teachers and students. I have used this data to view my part in this process of change, and I sought to find out what scholars had said about my subject. In the study, I became aware that students are generally satisfied when working on a project using
  information technology and media. What I noticed is that students completed projects in good time and demonstrated independence in working methods. Therefore, I am of the opinion that information technology and communication enhance students' learning, their independence and provide an opportunity for a new approach to their studies that cannot be achieved by other means. It helped me to use Liz Kolb's Triple E Framework to assess the results of the research, but according to her evaluation rubric form, technology increased the participation and understanding of students. The results of the study are therefore not only my subjective evaluation, even though my positive experience has affected it. The action research has also had a good impact on my job performance because it has reinforced me as a teacher to see that when technology is used with students it can offer a wide range of possibilities.

Samþykkt: 
 • 30.1.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29488


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA Guðbjorg Bjarnadottir.pdf1.97 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna