en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2949

Title: 
  • is Framburður og samhljóðaþróun í máltöku. Athugun á framburði Óla
Abstract: 
  • is

    Framburður og samhljóðaþróun í máli ungra barna er viðfangsefni þessarar ritgerðar. Gerð var athugun á framburði eins barns og var megináhersla lögð á samhljóð og samhljóðaþróun. Fylgst var með framburði drengsins Óla (sem er dulnefni) frá því um haustið 2007 og fram í júní 2008 eða þegar hann var tveggja til tveggja og hálfs árs gamall. Tvær íslenskar framburðarrannsóknir voru jafnframt skoðaðar og voru helstu niðurstöður þeirra kynntar. Fjallað var um þróun hljóðmyndunar í hjali og fyrstu orðum barna og gerð grein fyrir kenningu málfræðingsins Noams Chomsky um meðfædd og algild málfræðilögmál. Algengum framburðarfrávikum í máltöku barna var einnig lýst. Í upphafi ritgerðarinnar var greint frá íslenska samhljóða- og sérhljóðakerfinu og skýrt frá kenningu Romans Jakobson um stigbundna hljóðþróun í máltöku barna. Helstu niðurstöður athugunarinnar á framburði Óla voru þær að drengurinn hafði þegar við tveggja ára aldur náð góðu valdi á hljóðunum [p], [t], [k], [v], [f], [s], [j], [m], [n] og [l]. Hann hafði aftur á móti ekki alveg náð að tileinka sér fráblásin lokhljóð og [ð], [θ] og [r] voru ekki lærð á þessum aldri. Þessar niðurstöður reyndust mjög svipaðar niðurstöðum hinna íslensku rannsóknanna. Algengustu framburðarfrávikin voru brottföll og skipti á /r/ og var aðblástur einnig mjög áberandi í máli hans.

Accepted: 
  • Jun 3, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2949


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
KristjanaHelgadRitgerd_fixed.pdf8.84 MBOpenHeildartextiPDFView/Open