is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29490

Titill: 
  • Söngur á sviði : könnun á aðferðum Stanislavskíjs og undirbúningur hlutverks
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ætla má að flestir sem leggja óperusöng fyrir sig eiga sameignlegt markmið: Að vilja hrífa fullan sal af fólki með söng sínum. En hvað þarf eiginlega til þess? Er nóg að vera framúrskarandi söngvari? Í þessari ritgerð er undirbúningsferli við að læra óperuhlutverk kannað. Skoðaðar eru hugmyndir Konstantín Stanislavskíjs um undirbúning óperusöngvara. Leiklistarkenningar hans sem nefndar eru „kerfi“ Stanislavskíjs leggja áherslu á að undirbúningur sé byggður á traustum þekkingarlegum og rökrænum grunni. Mikilvægt sé að kynna sér höfunda verks ásamt bakgrunni og sögu verksins. Komast að því hverju höfundar vilja koma til skila í verkinu. Þá sé nauðsynlegt að kynnast persónum óperunnar vel, að skilja þær sem manneskjur og geta sett sig í spor þeirra, og auðvitað sérstaklega þeirrar persónu sem maður ætlar sér að leika. Til að raungera verkefnið þá valdi ég að skoða óperu Pjotr Tsjajkovskíjs, Jevgeníj Onegín eftir samnefndri skáldsögu Aleksandr Púshkíns og þá sérstaklega tenórhlutverk Lenskís. Saga Púshkíns er skoðuð auk fræðilegra heimilda um „kerfi“ Stanislavskíjs. Saga óperunnar Jevgeníj Onegín er skoðuð og ævi og störf höfunda verksins. Farið er sérstaklega í saumana á einvígi Lenskís og Onegíns: Sú mynd sem saga Púshkíns dregur upp er rakin en einnig er gerð tilraun til að kafa dýpra í innri hugsanir aðalpersónanna.

Samþykkt: 
  • 30.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29490


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Söngur á sviði könnun á aðferðum Stanislavskíjs og undirbúningur hlutverks.pdf958,68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna