Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29492
Árið 1840 tónsetti Robert Schumann ljóðaflokkinn Frauenliebe und –leben sem saminn var af Chamisso árið 1830. Flokkurinn er eflaust einn umdeildasti ljóðaflokkur tónskáldsins og hefur í gegnum árin vakið upp sterkar tilfinningar flytjenda, fræðimanna og áheyrenda. Ljóðaflokkurinn í upprunalegri mynd sinni inniheldur níu ljóð en Schumann tónsetti aðeins átta þeirra. Ljóðmælandi er kona sem leiðir áheyrendur í gegnum þýðingarmikla kafla í lífi sínu, allt frá því hún kynnist manni sem hún verður ástfangin af, giftist og eignast barn með en í lok verksins deyr hann. Í ritgerðinni er gerð tilraun til þess að draga saman hugmyndir nokkurra fræðimanna um ljóðaflokkinn og skoða hvað sagt hefur verið um efnislegt innihald hans sem og tónlistarlega túlkun. Líf bæði Chamisso og Schumann verður rakið í stuttu máli til að gefa innsýn í hugarheim þeirra þegar þeir sömdu og tónsettu ljóðaflokkinn. Á seinni árum hefur mörgum þótt efni ljóðaflokksins óviðeigandi þar sem það brýtur í bága við hugmyndir nútímasamfélags um hlutverk kvenna. Því verður farið yfir hvers vegna nútímaflytjendum gæti þótt flutningur ljóðaflokksins óþægilegur í samhengi við aukna meðvitund um jafnrétti kynjanna og hlutverk kvenna í samfélaginu frá því að ljóðaflokkurinn var saminn. Að lokum ræðir höfundur stuttlega þá innsýn sem rannsókn hennar á ljóðaflokknum hefur veitt henni og hvernig skilningur hennar á ljóðunum hefur dýpkað við vinnuna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
b.musritgerðJMK2016.pdf | 1.89 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |