Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29494
Íslenska vegvísakerfið er nánast í allri sinni mynd afrit af vegvísakerfi danmerkur. Eitthverjar breytingar hafa verið gerðar til þess að aðlaga það íslenskum aðstæðum. Hér verður vegvísakerfið í núverandi mynd tekið til athugunar, með það markmið að greina hvaða þætti megi endurskoða með áframhaldandi betrumbætur í huga. Útgangspunkturinn er sá að breyting hefur orðið á því hvernig við umgöngumst og nýtum okkur vegvísa. Fjöldi þeirra sem rata þarf um gatnakerfi landsins, með enga þekkingu á umhverfinu, hefur aukist. En einnig er flækjustig gatnakerfisins orðið meira og íbúar líklegri til þess að þurfa á aðstoð vegvísa að halda, ekki síður innanbæjar en utanbæjar. Til þess að athuga hvernig betur megi koma til móts við þessar þarfir eru grundvallarþættir kerfisins skoðaðir. Þá er átt við litakerfið, sem er með nokkuð sérviskulegum hætti. Ljósendurvarp skilta, sem er verulega mikilvægur þáttur vegna takmarkana á dagsljósi stóran hluta ársins. Að lokum er sérstakri athygli beint að letrinu, sem er að mörgu leyti ráðandi þáttur í því hversu skilvirkir vegvísar reynast. Breyting frá núverandi leturgerð reynist umfram hina þættina vera helsta forgangsatriðið.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Vegvísakerfið á Íslandi.pdf | 8,72 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |