Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/29500
Greinargerð þessi, ásamt fréttaskýringamyndbandi þar sem umfjöllunarefnið er stytting á námstíma til stúdentsprófs, er lokaverkefni mitt í MA-námi í blaða-og fréttamennsku við Háskóla Íslands. Í greinargerðinni eru helstu hlutverkum blaðamanna í lýðræðissamfélögum gerð skil. Einnig er fjallað um hvernig hvernig tækniframfarir á sviði boðskipta hafa áhrif á starfsumhverfi og rekstur fjölmiðla.
Í greinargerðinni er einnig farið yfir vinnuferlið sem liggur að baki gerð myndbandsins. Farið er yfir rannsóknarferlið og helstu niðurstöðum þeirrar vinnu gerð skil. Þeim spurningum sem ætlað er að svara eru af hverju var ákveðið að stytta námstíma til stúdentsprófs og hvaða rök lágu að baki þeirri ákvörðun af hálfu mennta-og menningarmálaráðuneytisins.
Helstu niðurstöður eru að yfirlýst markmið með styttingu námstímans hafi verið að draga úr brotfalli nemenda úr framhaldsskólum. Engar rannsóknir virðast hinsvegar liggja að baki þessum ákvörðunum og helstu rök fyrir því að stytting á námstíma dragi úr brotfalli liggur í samanburði við nágrannaþjóðir sem skipuleggja framhaldsskólagöngu á þremur árum. Í samanburði íslenska menntakerfisins við menntakerfi nágranna þjóða virðist þó aðeins hafa verið litið til námslengdar en litið fram hjá öðrum þáttum líkt og fjárhagsaðstoð við nemendur.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Það er einhver að lesa þetta !!!!!!.pdf | 981,89 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
Yfirlýsing um meðferð.pdf | 293,85 kB | Locked | Yfirlýsing |