is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29501

Titill: 
  • Árstímabundin virkni léttra gróðurþaka á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Gróðurþök hafa verið sett upp í vaxandi mæli víða í borgum í Evrópu sem hluti af grænbláum regnvatnslausnum. Markmið þessarar rannsóknar var að greina vatnafræðilega virkni mismunandi útfærslna af léttum gróðuþökum miðað við íslenskar aðstæður. Afrennsli var mælt af fjórum grænum þökum og einu samanburðarþaki með bárujárni yfir 8 mánuða skeið, frá maí til desember. Samhliða voru framkvæmdar mælingar á snjóþekju, rigningu og öðrum veðurþáttum. Meðalvatnsheldni þakanna mældist 47 til 61% miðað við bárujárn (maí til desember) í samræmi við erlendar rannsóknir í köldu loftslagi. Árstíðamunur á vatnsheldni mældist aðeins meiri í þessari rannsókn í samanburði við sambærilega skoska rannsókn, og sér í lagi var virknin lægri á veturna á Íslandi. Marktæk seinkun á massamiðju afrennslis og lækkun afrennslistoppa mældist í öllum gróðurþökunum en varlegt er að treysta á að gróðurþök minnki álag á frárennslikerfin þegar álagið er mest, þ.e.a.s. þegar úrkomuatburðir eru mjög stórir og tíðir. Marktæk vensl milli vatnsheldni fundust með línulegri aðfallsgreiningu við fjóra veðurþætti (lofthitastig, uppsafnaða úrkomu, úrkomu 14 daga fyrir atburð og vindhraða 7 daga fyrir atburð). Bæði grasþökin gáfu til kynna aðeins hærri vatnsheldni en úthaginn á móti báru þau vott um þurrk, litu illa út sér í lagi fyrri hluta sumars. Þak með einu lagi af 3 cm þykku grastorfi á hvolfi er ekki nægilegt til þola nokkurra vikna þurrkatímabil í Reykjavík. Þök með úthaga gáfu til kynna góða vatnafræðilega virkni, litu vel út, og þurftu lítið viðhald.

  • Útdráttur er á ensku

    Green roofs are being installed in cities in Europe recently as a part of green-blue stormwater system. The goal of this research was to assess hydrological efficiency of different types of extensive green roofs in Icelandic conditions. Runoff was measured from four green roofs and compared to one traditional corrugated iron roof over 8 month period, from May to December. At the same time measurements were made on weather, such as rain, snow and other weather conditions. Average water retention was 47 - 61% compared to corrugated iron roof (May to December) that is similar as measured in other researches in cold climate. Seasonal variation of water retention was measured similar as in comparable Scottish research, and water retention was remarkable lower during winter in Iceland. Significant delay of runoff's center of mass and lowering of peak runoff was measured in all types of green roof as an average over monthly periods. In bigger events the lowering and delay was insignificant and therefor it should not be assumed that green roofs can decrease the load on stormwater systems in heavy rain events. Significant relation was found between water retention and four weather conditions (temperature of air, cumulative rain, rain 14 days before event and wind speed 7 days before event). Both roofs with grass turf had slightly better water retention than sedum moss turf, but against that they were more vulnerable for dry season and were affected by dryness part of the season, especially in early summer. Roof with one layer of reversed 3 cm thick grass turf as sublayer is not suitable for few weeks of dryness in Reykjavik. Both roofs with sedum moss turf showed good hydrological efficiency, with good look and needed little maintenance.

Styrktaraðili: 
  • Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands
Samþykkt: 
  • 31.1.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29501


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
staðfesting undirrituð.jpg1.86 MBLokaðurYfirlýsingJPG
Halla Einarsdóttir.pdf6.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna