Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/29507
Síðustu ár hefur ferðamönnum til landsins fjölgað gríðarlega og er náttúra Íslands sá þáttur sem laðar hvað flesta að. Með fjölgun ferðamanna aukast líkur á því að náttúruskoðunarstaðir, líkt og Þórsmörk, eigi undir högg að sækja og hafi neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna þolmörk ferðamanna í Langadal í Þórsmörk, þar sem sérstök áhersla verður lögð á að skoða kynbundinn mun á væntingum og upplifun ferðamanna. Í rannsókninni er notast við megindlegan spurningalista sem lagður var fyrir ferðamenn í Langadal í júlí sumarið 2017. Spurt var út í þá þætti sem gefa hugmynd af þolmörkum ferðamanna, svo sem væntingar og skoðanir til fjölda ferðamanna og hópbifreiða, náttúrufegurð, ósnert víðerni o.fl. Helstu niðurstöður eru þær að þolmörkum ferðamanna í Langadal virðist ekki hafa verið náð. Að minnsta kosti má áætla það út frá þörfum og viðhorfum þess markhóps sem sækir svæðið og rannsóknin náði til. Oft á tíðum má sjá kynbundinn mun á upplifun og skoðun svarenda en bæði kyn voru sammála um að helsta aðdráttarafl svæðisins sé náttúrufegurð og ósnortin víðerni. Konum finnst svæðið vera fallegra en körlum og er væntingum þeirra til náttúru betur uppfyllt. Einnig virðast fjöldi hópferðabíla trufla þær meira ásamt því að þeim finnst mikilvægara að áhugaverðir staðir séu merktir heldur en körlum. Konur eru einnig líklegri til þess að ferðast einar og gista hjá ættingjum og vinum heldur en karlar. Fleiri karlar eru í stjórnunarstöðu og sérhæfðum tækni- og iðnaðarstörfum heldur en konur.
The number of tourists visiting Iceland has increased enormously in the last couple of years and is the nature one of the primarily reasons which attracts them. Because of this increase there is a higher probability that visiting sights, like Þórsmörk, will receive more damage. The goal of this research is to investigate the social carrying capacity in Langidalur in Þórsmörk. Also, with special emphasis on exploring the differences between genders regarding their experience and expectations. A quantitative questionnaire was conducted for this research which was handed out in July of summer. Aspects that indicate the social carrying capacity were asked, for example expectations and opinions of other tourists and buses, natural beauty, unspoiled wilderness etc. The main conclusions are that the social carrying capacity in Langidalur has not been met. At least it can be estimated based on the needs and attitude of the target audience to which the study was conducted and visited the area. Frequently, gender differences can be seen in respondents' experiences and opinions, but both sexes agree that the area's main attraction is natural beauty and untouched wilderness. Women think the area is more beautiful than men, and their expectations regarding the nature are better fulfilled. Also, the number of buses seems to bother them more and they consider it more important that interesting places have special markings. Women are also more likely to travel alone and stay with relatives and friends rather than men. However, more men are in managerial and vocational/technical jobs than women.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
FER208L - BS verkefni Saga og Sigrún.pdf | 967,66 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Rafræn yfirlýsing f Skemmuna.pdf | 227,22 kB | Lokaður | Yfirlýsing |